Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 27
27
innganginn og er byrgt yfir þann vestari nú. — Á aðalhellinum er
strompur inn af innganginum í innri afhellinn að vestan. Á fremri
afhellinum er mjór strompur ný-gerður. Sbr. sóknal. 9, E—G.
Inn-með læknum eru í landareign þessarar jarðar 2 ca. 20 ára
gamlir fjárhellar; rúmar annar um 25 kindur, en hinn um 45; eru
báðir notaðir.
Meiri-Tungu-helIar. í Meiri-Tungu eru 2 hellar fyrir lands-
sunnan bæinn, hins vegar við lítinn læk, er þar rennur og nefnist
Bæjargil; er í honum silungur, einkum á haustin. Hellarnir eru í
hæð, er nefnist Hellishóll, og eru þar nú, auk hellanna, hlöður 2, nið-
urgrafnar, við enda annars hellisins (nr. 1), og hin á milli hellanna.
Enn fremur er hér hesthús.
Nr. 1 snýr frá landnorðri til útsuðurs og eru nú ofan í hann 2
inngangar, að útnorðanverðu, en hvorugur þeirra er upprunalegur.
Hinn upprunalegi forskáli og inngangur var við útsuðursenda hell-
isins og horfðu dyr mót suðri; er þar nú hlaðinn suð-austurveggur
milli hlöðunnar. Á síðari árum hefur hellinum verið breytt, dýpkað-
ur um ca. 30 cm. og hækkaður utantil. Áður voru hellujötur út-við
veggi, en nú eru 2 trégarðar í suðurhluta hellisins, en 1 í hinum nyrð-
ri. Er hellinum skift í sundur milli ábúandanna með þili. — Er ný-
legur brunnur undir þilinu. — Nýlegt skot er í suðurendanum. Þar
sem þilið er, gengur inn kampur frá austurveggnum, er skiftir hellin-
um í tvo hluti; hefur innri endinn nokkru austlægari stefnu. — Lengd
á suðurhluta er nú 7,09 m., breidd mest um miðju, 7,70 m., og hæð
um miðju 2 m.; manngengur er hellirinn allur eftir miðju.
Strompur er yfir þilinu, höggvinn í gegn-um ca. 30—40 cm.
þykkt berg og er að vídd 65—90 cm. Torfhleðsla er yfir, ca. 1 m.
að hæð.
Norð-austurhlutinn er með beinum vegg að norð-austanverðu, en
hins vegar er bogamyndað útskot og hellujata í við vegginn. Trégarði
oftir miðju. Mjór strompur, byrgður nú, er innan-til, austan-við garðann;
líklega nýlegur. Nýlegur inngangur, sem nú er líka byrgður, er í norð-
austurveggnum innst. Milliveggurinn milli hlöðunnar og hellisins er
nú eyddur að mestu. Lengd 5SU—8 m.; breidd um miðju 4,90 m. og hæð
í miðju ca. 2 m. — Eitlalaust móberg og sandlög eru í hólnum og
hefur verið fremur auðgert að gera hér hellana.
Nr. 2 er rétt fyrir suð-vestan hinn. Var áður inngangur í hann
með forskála að suð-vestanverðu, en þar hefur nú verið hlaðinn upp
fjárhúsendi fram af hellinum og sett járnþak yfir, en inngangur er
gerður að norðvestanverðu. Trégarði er eftir miðju gólfi. Verður nú að