Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 28
28 eins miðparturinn eftir af hellinum og hefur hann sitt forna lag, og er þar strompur á, óreglulega kringlóttur. — Lengd þessa rniðhluta er ca. 4—5 m., breidd suð-vestur 3,50, en norð-austur 5,80 m., því að þar eru útskot mikil niður við gólfið. Regluleg hvelfing er yfir og er hæðin í miðju 1,80 m.; taðlag er á gólfi og mold undir. Þriðji hellirinn er spölkorn fyrir sunnan túnið, niður með lækn- um, í svo-kölluðu Stekkjartúni. Hann er beinn, laglega hvelfdur, frem- ur lágur innra, lengd 8—9 m., vídd um 4—5 m., og 2 m. í miðju að hæð að framan, en hleðsla mikil á gólfi hið innra. Hellir þessi er nú aflagður, en var áður stekkur; var innri hlutinn hafður fyrir lamba- kró, en hinn ytri fyrir rétt. Fjórði hellirinn er í svo-nefndum Gíslhellishólum, all-langt fyrir sunnan bæinn. Er hann gerður 1911 og mun vera tæpir 20 m. að lengd, en lögun annars venjuleg. Inngangur í suð-vestur enda og annar nýrri í norðurveggnum. Innri hlutinn er nú hafður fyrir hey,. en hinn fyrir ær, og rúmar sá um 30 á garða, sem er eftir miðju. í einum hólnum eru hér leifar af einum 3 hellum, sem saman hafa hrunið. Einn hefur verið mokaður upp fyrir skömmu, (fyrir ca. 20 árum) notaður til að reka inn í ær, ef hrök voru. Er hann lag- lega gerður og út-undir til hægri handar er víður, en stuttur afhellir; lengd aðalhellisins er um 5—6 m., en afhellisins um 3—4 m. Er nú hálf- fullur af mold. — Á öðrum hér, sem virðist hruninn innst, sést stromp- urinn, og hefur þar verið kastað beinum og rusli niður í. Berustaða-hellar. Á Berustöðum eru 2 hellar. Nr. 1 er rétt vestan-við bæinn og er byggt hesthús fram-af for- skálanum fyrir folöld. Hellirinn er að eins 53/4 m. að lengd og er með laglegri hvelfingu. Breiddin er neðst við gólf 4ll* m., en þar eru lág útskot beggja vegna. í miðju er hæðin 1,70 m., en skán og mold er á gólfi. Strompur er inni við gafl. Krossmörk eru skorin á gaflinn. Hellirinn er hafður fyrir lömb og er trjágarði á miðju gólfi að endilöngu. Á sumrin eru geymd matvæli í hellinum; nú eru í honum kæfubelgir og þorskhausar. Nr. 2 er fyrir vestan bæinn í túninu. Inngangurinn er móti vest- ri og er byggður við hann mikill forskáli með 8 þrepum. Hellirinn er nær beint inn af forskálanum, gengur lítið eitt norður á við. Hann er laglega hvelfdur og er 2,30 m. undir loft eftir miðju. Lengd- in er 10,60 m. og breiddin 3,70 m. Þverskurður svo sem 32. Grjótgarðar eru út-við báða veggi og tréjötur á. Fyrir innan þennan hluta hellisins, er nú var lýst, er annar hluti hans, og er hann út til hægri, með nýlegum forskála á suðurenda. Norðurendinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.