Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 28
28
eins miðparturinn eftir af hellinum og hefur hann sitt forna lag, og er
þar strompur á, óreglulega kringlóttur. — Lengd þessa rniðhluta er ca.
4—5 m., breidd suð-vestur 3,50, en norð-austur 5,80 m., því að þar eru
útskot mikil niður við gólfið. Regluleg hvelfing er yfir og er hæðin
í miðju 1,80 m.; taðlag er á gólfi og mold undir.
Þriðji hellirinn er spölkorn fyrir sunnan túnið, niður með lækn-
um, í svo-kölluðu Stekkjartúni. Hann er beinn, laglega hvelfdur, frem-
ur lágur innra, lengd 8—9 m., vídd um 4—5 m., og 2 m. í miðju að
hæð að framan, en hleðsla mikil á gólfi hið innra. Hellir þessi er
nú aflagður, en var áður stekkur; var innri hlutinn hafður fyrir lamba-
kró, en hinn ytri fyrir rétt.
Fjórði hellirinn er í svo-nefndum Gíslhellishólum, all-langt fyrir
sunnan bæinn. Er hann gerður 1911 og mun vera tæpir 20 m. að
lengd, en lögun annars venjuleg. Inngangur í suð-vestur enda og
annar nýrri í norðurveggnum. Innri hlutinn er nú hafður fyrir hey,.
en hinn fyrir ær, og rúmar sá um 30 á garða, sem er eftir miðju.
í einum hólnum eru hér leifar af einum 3 hellum, sem saman
hafa hrunið. Einn hefur verið mokaður upp fyrir skömmu, (fyrir ca.
20 árum) notaður til að reka inn í ær, ef hrök voru. Er hann lag-
lega gerður og út-undir til hægri handar er víður, en stuttur afhellir;
lengd aðalhellisins er um 5—6 m., en afhellisins um 3—4 m. Er nú hálf-
fullur af mold. — Á öðrum hér, sem virðist hruninn innst, sést stromp-
urinn, og hefur þar verið kastað beinum og rusli niður í.
Berustaða-hellar. Á Berustöðum eru 2 hellar.
Nr. 1 er rétt vestan-við bæinn og er byggt hesthús fram-af for-
skálanum fyrir folöld. Hellirinn er að eins 53/4 m. að lengd og er
með laglegri hvelfingu. Breiddin er neðst við gólf 4ll* m., en þar
eru lág útskot beggja vegna. í miðju er hæðin 1,70 m., en skán og
mold er á gólfi. Strompur er inni við gafl. Krossmörk eru skorin á
gaflinn. Hellirinn er hafður fyrir lömb og er trjágarði á miðju gólfi
að endilöngu. Á sumrin eru geymd matvæli í hellinum; nú eru
í honum kæfubelgir og þorskhausar.
Nr. 2 er fyrir vestan bæinn í túninu. Inngangurinn er móti vest-
ri og er byggður við hann mikill forskáli með 8 þrepum. Hellirinn
er nær beint inn af forskálanum, gengur lítið eitt norður á við.
Hann er laglega hvelfdur og er 2,30 m. undir loft eftir miðju. Lengd-
in er 10,60 m. og breiddin 3,70 m. Þverskurður svo sem 32.
Grjótgarðar eru út-við báða veggi og tréjötur á. Fyrir innan
þennan hluta hellisins, er nú var lýst, er annar hluti hans, og er
hann út til hægri, með nýlegum forskála á suðurenda. Norðurendinn.