Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 31
31
lega (hlöðu-)veggjar og inn að gafli þessa afhellis eru 5,80 m. Af-
hellirinn er innan-til 1,90 m. að vídd og 3,10 m. að vídd utan-til.
Hæðin fer og minkandi inneftir, er 1,60 m. innst, en 2,40 m. yzt, við
framhaldslínu hlöðuveggjarins. — Austast og nyrzt undir hlöðuþaks-
horninu er smáskúti eða klefi, ca. 2 m. að breidd og IV2 m. að
lengd, hvelfdur, um 1,70 m. að hæð yzt (við hlöðuna) en ca. 3U m.
innst; er nú í honum nýlegur brunnur. Skúti þessi gengur að miklu
leyti norður úr þeim hellisparti, sem er fyrir austan hlöðuna og
virðist vera framhald af þeim helli, sem hún er gerð úr. Á milli
hennar og þessa hellishluta er nýlegur veggur úr grjóti, og nær þó
ekki nema hálfa leið upp að hvelfingu. Að austanverðu er og annar
nýlegur veggur, með glugga á; er sá veggur mjög á ská í suðvestur
til norðausturs, og við hann er uppgangur norður úr með forskála. og
er 7 þrep ofan að ganga. Hellispartur þessi er með leifum af allvel
bogamyndaðri hvelfingu, er stefnir nokkuð til norðurs, og virðist hafa
verið hér bugur á hellinum. Hann er ca. 5 m. að lengd og er þó í
honum 6V2 m. langur garði á miðju gólfi. Breiddin er 3Ú2 m. um
miðju og allt upp í 4 m. norð-austast. Hann er með ca. 30—40 cm.
þykku moldarlagi á gólfi og er þó hæðin undir hvelfingu í miðju
2,10 m., suð-vestast 2,20, og norð-austast 2,40. í hvelfingarröndinni
suð-vestast, eða við hlöðuna, sést hálfur strompur; hefur hann verið
fremur mjór, ca. 60 cm. að þvermáli neðst.
Frá því, er telst austurendi þessa hellisparts, og út á eystrihlið
(úthlið) veggjarins að norð-austan-verðu við hann eru ca. 2 m. Þar
fyrir norð-austan er lægð og virðist þar hafa hrunið niður framhald
hellisins. Frá nefndri úthlið veggjarins að suð-vestanverðu við lægð-
ina og á innri hlið veggjar þess, sem er fyrir suð-vesturenda hellis-
parlsins norðaustur-af, eru 8 m. Allur suðvestur-hluti hvelfingarinnar
yhr þeim parti er niðurfallinn, en hellirinn hefur verið tekinn upp
aftur, hlaðnir veggir og sett kofaþak yfir með hurð og glugga á
endanum. Er þessi hellispartur ca. 7 'I2 m. að lengd og garði í hon-
um miðjum að endilöngu. Hvelfingarbúturinn er laglega hálfhring-
myndaður: sjá 34, en útskot nokkur til beggja handa. Verður
breiddin um 3'/2—4^/2 m., en hæðin um 2'/s m.
í beinu framhaldi af þessum hellisparti er nýleg hlaða, grafin
í jörð ofan og gerð úr gömlum, niðurhrundum heilisparti. Frá austur-
enda hvelfingarinnar yfir hellispartinum, er nú var lýst, og að vestur-
enda hvelfingarinnar yfir hellishluta þeim, sem er fyrir austan austur-
enda hlöðunnar, er lengdin 8 m. — Síðan tekur við hellispartur,
mikill og víður. Er nýlegur moldarveggur milli hans og hlöðunnar,
upp að hinum laglega boghvelfingarbút, og eru dyr á. Ca. 1 m. fyrir