Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 32
32
innan brúnina (hvelfingarendann) er víður strompur og er berg og
torfhleðsla ca. 3U m. hvort, en lögunin er lík þeirri, sem er á stromp-
unum í fyrri hellinum, þeim er sneri frá suðri til norðurs, svo sem tregt,
1.40 m. að þvermáli, neðst. Fyrir austan strompinn fær aðalhvelfing-
in suð-austlægari stefnu og verður flatari. Að norðanverðu er allmikið
útskot, einkum austast, en að sunnan og suð-austan er geimur mikill
og er þar uppgangur gegnt strompinum og 5 þrep í, en forskáli
byggður upp-af. Hvelfingin yfir þessum geim er öldungis óregluleg
og virðist hafa sprungið mjög úr henni. Á gólfinu eru nú 3 garðar
og snúa allir eins, í stefnuna, sem er milli stromps og forskála, einn
inn-af forskálanum, annar austar, jafnhliða, þriðji norður-undan bilinu
milli þeirra, og er út að norður-bergvegg. Lengdin frá milliveggnum
milli hlöðunnar og þessa hellis og veggjarins að austanverðu við hann
er 7,90 m. — Gluggi er yfir þeim vegg. — En breiddin er t. d.
fram-með austasta garðanum og út-í skvompuna þar 8,60 m., og
fram-með vestasta garðanum, frá neðsta þrepinu og norður að vegg
10.40 m., en bergbrúnin á hvelfingunni er ca. 1 m. norðar, þar sem
gengur lengst inn í boga innanvið forskálann. Breiddin um miðgarð-
ann er 7,80 m. — Hæðin er nú, sem geta má nærri, misjöfn, en alls
staðar er hér vel manngengt, nema út-við bergveggina. Teðsla er og
nokkur á gólfi, eða mold. Yfirleitt er hæðin 2 m. til 2'/2 m. — Ný-
legur brunnur er að vestanverðu við nyrzta garðann, syðst.
Fyrir austan þennan hellispart hefur verið framhald þessa mikla
hellis og eru þar nú lægðir 2, hvor af annari, i sömu stefnu. Er ekki
hægt að gizka á, hve langur hellirinn hefur verið, en vel kann hann
hafa verið 30—40 m. langur landslagsins vegna, jafnvel lengri, að
því er virðist.
Heima við bæinn, rétt fyrir austan hann (nyrðri bæinn, efri bæ-
inn) er partur af afarmiklum helli, og er hann nú allur hafður fyrir
heyhlöðu við fjósið, og er nú sett járnþak á veggi austan og land-
landsunnan við hann til þess að auka þar nokkuð við hann, sem nið-
ur hefur fallið þeim megin. Að vestanverðu er og veggur hlaðinn
upp undir hvelfinguna. Hefur við gröft fundizt framhald hellisins
vestur á við, þar undir, sem endinn á smiðjunni er nú, og fyrir norð-
an hana, og enn vestar, fyrir aftan húsið, en allt er hér nú niður
hrunið og fyllt upp. Upp í gegn um þennan vesturvegg, sem nú er^
var áður uppgangur, og hefur nú verið hlaðið upp í hann. Þá var
og austurveggurinn vestar og annar inngangur niður-með honum að
sunnanverðu, nálægt því, sem nú er inn- og ofan-gangur í hlöðuna,
3 m. hár. Nú er sem stendur allmikið hey í vesturhluta hellisins, en
sjá má að allmikil skvompa er suður- og út-undir bergið að sunn-