Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 34
34
depill fyrir aftan það, og annar fyrir aftan ártalið, sem er jafnhátt.
— Sumt af krotinu, þar sem bogamyndirnar eru, kann að vera gam-
alt, en rúnir sjást hér ekki eða þekkt, fornleg merki. Sbr. 35.
Austar í túninu er annar hellispartur, er virðist vera hellisendi.
Eru nú á honum 2 niðurgangar og forskálar, annar móti vestri, en
hinn útnorðri. Hvorugur þessara er þó gamall. Hinn fyrri er gerð-
ur í gegn-um þvervegg, er þar var byggður fyrir niðurhrun, og verð-
ur vestar í túninu vart við, hvar verið hefur framhald hellisins vest-
ur-eftir, nokkuð i áttina til hins mikla hellis við bæinn; ef til vill
hefur verið milligangur á milli þeirra. Austan við þennan hellispart
er nýleg hlaða, og er hún grafin niður jafndjúpt hellinum. Sést, að
bergið endar þar, og hefur hér fyrrum verið uppgangur i gegn-um
þvervegg. Annar uppgangur hafði verið litlu austar, úr smáklefa,
sem nú er þar og er nokkru norðar en í beina stefnu frá útsuður-
forskálanum og álmunni; en nú er hann luktur og jata sett í klefann
(hellujata). Þaðan, sem mætist útsuðurálman (og hvelfingin) og vest-
urálman (aðalálman), gengur yfir að hlöðunni 3. álman. Verður þunn-
ur veggur og þunnt horn á milli vestur- og útsuður-álmanna, en
nokkurn veginn rétt horn, bogamyndað. á milli útsuður-álmunnar og
land-norður-álmunnar. Að sunnanverðu er fallið úr að neðan og er
þó all-beinn bergveggur þar inn-eftir. Strompar 2 eru á vesturálm-
unni, annar vestarlega, en hinn nær þar sem álmurnar mætast allar
á hvelfingunni, og þó nokkru suð-austar en norð-austur-álmuhvelf-
ingin. Hinn fyrri er 70—80 cm. að þvermáli neðst og höggvinn í
gegn-um ca. 30 cm. þykkt berg; hinn síðari er óreglulegur, ca. 80
—90 cm. að þvermáli og í gegn-um all-þykkt berg (60—70 cm.), sem
þó hefur hrunið mjög úr að vestanverðu, því að jarðlagið, moldin
yfir, er að eins 15 cm. — Hellir þessi er nú notaður fyrir lömb og
hafði hvort býlið sína álrnu. Er garði nær rniðju gólfi í vesturálmu,
en jötur beggja vegna í útnorðurálmunni. Áður var og hellujata
þversum í norðaustur-álmunni, en er nú ekki notuð; enn fremur er hin
litla hellujata í uppgangsklefanum, sem áður var tekið frarn. Lengdin á
vesturálmunni frá neðsta þrepi og inn i bug þar beint innaf, fyrir innan
og norðan garðaendann, er 9:i/4 m., og breiddin á milli hornsins,
sem er í milli hennar og útnorður-álmunnar, þvert yfir garðann fram-
antil, er 6,15 m.; er það heint fyrir neðan fremra strompinn. Hæðin
við hann að vestan- og norðan-verðu, þar sem er heil hvelfingin, er
2*/* m., en mold og skán er mikil á gólfi. — Lengdin á útnorður-
álmunni og inn í buginn, er þar verður nær beint á móti, hinn sama
og er við enda vesturálmunnar, er IIV2 m.; breidd frá millihorninu
og þvert yfir er i þeirri álmu 3,40 m., og hæðin um þann hlutann