Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 46
46
fyrir útskot neðst við gólfið. Hellirinn virðist forn og mun hafa lagst
niður eða farið í óhirðu, mold runnið niður um opið (og yfir þrepin?).
Ætti að moka henni upp, hreinsa hellinn og gæti hann þá orðið hið
bezta jarðhús. — Dæld mikil er fyrir framan hann og lautardrag
austur-úr. Má vera að hér hafi verið inngangur hellisins og hinn
fremsti hluti hans, en hrunið niður.
Hólshúsa-hellir. í Hólshúsum er smáhellir, sem er einnig not-
aður fyrir jarðepli. Hann er djúpt í jörðu og er með löngum (ca. 4.
m.) forskála; eru 10 þrep ofan, sum allhá. Hann er að eins 3—4 m.
að þvermáli; manngengur vel. Var áður stærri og innangengt í ann-
an helli við, sem nú hefur verið tekinn upp og notaður fyrir hey-
hlöðu. — í miili þessa smáhellis hér og annars, sem er í Syðri-
Gegnishólum, er djúp lægð suð-austan-í hólrananum, sem þessir smá-
hellar eru i; virðist þar hafa fallið niður hellir í fyrndinni.
Syðri-Gegnishóla-hellir. í Gegnishólahverfi eru fleiri hellar.
í Syðri-Gegnishólum er smáhellir í hólrana fyrir neðan bæinn.
Er hann notaður til að geyma í jarðepli á vetrum. — Forskálinn er
nýlegur, með 2—3 þrepum. Hellirinn er að eins 4 m. að lengd og
31/* að breidd, en hlaðið er fyrir innri enda og er þar þó smuga
upp-yfir. Er hér dæld mikil hins vegar og svo að sjá sem hér hafi
verið mikill hellir, og haft annan inngang en þennan, þótt gengt
kunni að hafa verið í milli að vísu. — Hvelfingin í þessum litla helli
er óregluleg, fremur há og burstmynduð. Hann er allur í sandlagi
eða móbergi, svo sem allir þessir hellar hér. — Innan-til á hvelfing-
unni, til vinstri handar, er ártalið 1818 og ýmislegt krot. — Hann er
seilingarhæð í miðju.
Arnarhóls-hellar. í Arnarhóli eru hellar tveir rétt fyrir norð-
austan bæjarhúsin. Annar er heyhellir, við fjósið, og er innangengt
í hann úr því. Hann tekur um 250 hesta af heyi; eru nú 200 í hon-
um og má þó sjá aðal-Iögun hans og hvelfinguna. Hlaðið er í suð-
austurenda og er nú gluggi þar við hlaðið. Frá því hlaði inn að
botni (gafli) er lengd 9 m. Er þar lagleg hvelfing yfir, bogamynduð
og bein í stefnu. Er hún upprunaleg, en síðan virðist hafa verið sprengt
úr berginu suður-á-við og heliirinn breikkaður mjög, einkum innan-til.
Allur er hellirinn víðari neðst, að sögn, höggvinn mjög út-undir sig,
einkum að sunnanverðu. Breiddin er nú yfir heyinu innan-til 53/* m.
Hæðin er talin vel 2 mannhæðir. Innan-til er nú strompur kringlótt-
ur, um 1 m. að þvermáli, og er þar látið niður heyið. Hlaðið er um-
hverfis yfir og gerð allmikil bunga. Er þetta op ekki eldra en um