Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 56
56
eru hinir, sem hann segir oplausa og allukta frá upphafi. Tilefnið til
þeirrar sagnar kann að hafa verið það helzt, að forn, manngerður
hellir, einn eða fleiri, hefur fundizt luktur af storkinni leðju og mold,
og hulinn grassverði í grónum hól, verið tekinn upp aftur, hreinsað-
ur og ef til vill víkkaður eða stækkaður um leið. — Af frásögninni í jar-
teinabókinni, sem getið var hér að framan má sjá það, að (manngerðir)
móbergshellar hafa verið til í Odda á ofanverðri 12. öld og þá senni-
lega víðar. — Kann að hafa verið hætt að nota slíka hella síðar sums
staðar einhverra orsaka vegna, og þeir fallið í gleymsku og falizt í
jörð á síðari öldum, unz þeir fundust aftur og voru endurbættir á
18. öld. Víst er það, að sums staðar hafa gamlir hellar verið teknir
upp aftur á 19. öld, einkum á Ægissíðu, svo sem skýrt hefur verið
frá hér að framan, hellar, sem virðast öldum saman hafa verið ónot-
aðir og orðið fullir eða hálf-fyltir af aur og mold, sem borizt hefur
í þá með vatni og vindi. Kann uppmokstur og endurmyndun slíkra
hella einhvers staðar á 18. öldinni að hafa gefið tilefni til frásagnar-
innar um jarðhólfin í hólunum, sem menn brutust ofan í og gerðu sér úr
hella. — Hins vegar er þess að geta, að það á sér engan veginn stað um
alla þessa hella, að þeir séu í hól. Víða eru þeir gerðir í hól eða í brekku,
af þeirri eðlilegu ástæðu, að þar hagaði betur til; þurfti þar ekki að
grafa eins djúpt til að fá nógu þykkt og traust þak, og hægra var
þar að koma frá sér, út og upp úr hellinum, því sem höggvið var
laust og ryðja þurfti burt. — Að því er snertir tómhljóðið (»dump-
ende eller hule Lyd«) í hólunum, sem sé til marks um það, að þar sé
tóm, alluktur hellir neðanjarðar, þá er þess að geta, að slíkt hljóð
heyrist víða í móbergshólum, er stappað er á þá, og mun ekki or-
sakast af neinu verulegu tómi í þeim, svo sem sumir alþýðumenn,
einkum unglingar, hafa getið sér til. Það getur bulið töluvert í mó-
berginu, þótt enginn hellir sé undir. En eins og áður var sagt, kunna
menn sums staðar að hafa fundið forna og týnda hella af tómahljóð-
inu frá þeim og síðan tekið þá upp aftur, og sumir ef til vill haldið,
að þessir hellar væru myndaðir af náttúrunni.
í fyrstu grein sinni um hellana, greininni um hellinn á Vestri-
Geldingalæk (Árb. 1900, bls. 5—7), er Brynjúlfur Jónsson á báðum
áttum um uppruna þess hellis, segir, að »það sýnist ótrúlegt, að
menn hafi höggvið hellinn út«, en segir einnig, að hann hafi þó þau
»séreinkenni, sem næstum ótvírætt bendi á mannaverk«. En í næstu
greininni, um manngerðu hellana undir Eyjafjöllum, segir hann (Árb.
1902, bls. 28): »Nú þykist ég ekki lengur í vafa um það, að þessir
umræddu hellar, — og þá Geldingalækjar-hellirinn líka, — séu af
mönnum gjörðir, að mestu eða öllu leyti«. En síðar kemur hann