Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 60
60
manna. Þar eru að vísu jarðhús (tech-talman)') frá fornöld, hin svo-
nefndu »souterrains« (á ensku), en þau eru gjörsamlega frábrugðin
hellunum og eru að eins tiltölulega lítil, ætluð til forðageymslu eða
verðmætra hluta, flest. Þau eru frá því löngu áður en Papar fóru að
koma hingað, sennilega frá þeim tímum, þegar kristni kom til ír-
lands (á fyrri hluta 5. aldar). Þau eru sum að eins 6—8 fet að lengd
og 3—4 að breidd, en stærðin er mismunandi og þó aldrei mjög
mikil. Þau standa í sambandi við forn virki eða eru í þeim, og verð-
ur venjulega vart við virkisrústirnar umhverfis; er óþarft í þessu
sambandi að lýsa þeim frekar1 2). Paparnir, sem komu hingað til
Austfjarða og suðurstrandar landsins síðast á 8. öld og síðar, og voru
hér, þegar norrænir menn námu land, voru hér eins konar
múnkar, er lifðu saman í smáflokkum, nokkurs konar klaustrum, og
sumir líklega sem verulegir einsetumenn. Hvergi verður vart slíkra
mannvirkja eftir þá á Bretlandseyjum, sem hellarnir eru. Þeir byggðu
sér víða kofa og byrgi, einkum hin svo-nefndu clochán, klukkubyrgi,
bíkúpumyndaðar grjótborgir, gerðar á sama hátt og fjárborgirnar
gömlu hér á landi, sem enn má sjá sums staðar; t. d. eru tvær
skammt frá Kaldárseli, í grennd við Hafnarfjörð3). Eru þessar klukk-
ur sums staðar til enn og allvíða rústir af þeim4 5). En fornir, mann-
gerðir hellar eru hvergi til á írlandi, svo menn viti, og ekki veit ég
til að nokkrar fornar sagnir séu til heldur um það, að múnkar þar
eða einsetumenn, né neinir aðrir menn þar yfirleitt, hafi hafzt þar
við í hellum eða dýrkað þar guð, — að einni sögn undantekinni þó,
sem stendur í ævisögu Patriks helga; segir þar, að hann hafi eitt
sinn fundið á írlandi helli nokkurn, þar sem var inni altari og stóðu
fjórir glerkaleikar á. Var hellir þessi talinn vera frá tið fyrirrennara
hans einhvers, sem þar hefði haft um hönd guðsdýrkun sína á laun,
og hefur það þá verið fyrir árið 432, því það ár kom Patrekur til
Irlands6). Annan helli má einnig nefna í þessu sambandi, ef helli
skyldi kalla, því að fremur mun þar vera að ræða um eins konar
gjá eða klettasprungu; er hann í hæð nokkurri þar sem var í forn-
öld, á 1. öld, höll Ailills konungs í Kunnáttu (Connachta)6), en þessir
1) M. Stokes, Early Christian Art in Ireland, Dublin, 1911, bls. 2.
2) Sjá um þessi jarðhús í R. A. S. Macalister, The Archæology of Ireland,
London 1928, bls. 164-67.
3) Sbr. D. Bruun, Fortidsminder og Nutidshjem paa Island, Kbh. 1928»
bls. 194—95. 4) Sjá Archæology of Ireland, bls. 242 o. s. frv., og P. W. Joyce,
A social history of Ancient Ireland, London — Dublin 1913, I, bls. 348—49.
5) Archæology of Ireland, bls. 237.
6) Archæol. of Ireland, bls. 179.