Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 60
60 manna. Þar eru að vísu jarðhús (tech-talman)') frá fornöld, hin svo- nefndu »souterrains« (á ensku), en þau eru gjörsamlega frábrugðin hellunum og eru að eins tiltölulega lítil, ætluð til forðageymslu eða verðmætra hluta, flest. Þau eru frá því löngu áður en Papar fóru að koma hingað, sennilega frá þeim tímum, þegar kristni kom til ír- lands (á fyrri hluta 5. aldar). Þau eru sum að eins 6—8 fet að lengd og 3—4 að breidd, en stærðin er mismunandi og þó aldrei mjög mikil. Þau standa í sambandi við forn virki eða eru í þeim, og verð- ur venjulega vart við virkisrústirnar umhverfis; er óþarft í þessu sambandi að lýsa þeim frekar1 2). Paparnir, sem komu hingað til Austfjarða og suðurstrandar landsins síðast á 8. öld og síðar, og voru hér, þegar norrænir menn námu land, voru hér eins konar múnkar, er lifðu saman í smáflokkum, nokkurs konar klaustrum, og sumir líklega sem verulegir einsetumenn. Hvergi verður vart slíkra mannvirkja eftir þá á Bretlandseyjum, sem hellarnir eru. Þeir byggðu sér víða kofa og byrgi, einkum hin svo-nefndu clochán, klukkubyrgi, bíkúpumyndaðar grjótborgir, gerðar á sama hátt og fjárborgirnar gömlu hér á landi, sem enn má sjá sums staðar; t. d. eru tvær skammt frá Kaldárseli, í grennd við Hafnarfjörð3). Eru þessar klukk- ur sums staðar til enn og allvíða rústir af þeim4 5). En fornir, mann- gerðir hellar eru hvergi til á írlandi, svo menn viti, og ekki veit ég til að nokkrar fornar sagnir séu til heldur um það, að múnkar þar eða einsetumenn, né neinir aðrir menn þar yfirleitt, hafi hafzt þar við í hellum eða dýrkað þar guð, — að einni sögn undantekinni þó, sem stendur í ævisögu Patriks helga; segir þar, að hann hafi eitt sinn fundið á írlandi helli nokkurn, þar sem var inni altari og stóðu fjórir glerkaleikar á. Var hellir þessi talinn vera frá tið fyrirrennara hans einhvers, sem þar hefði haft um hönd guðsdýrkun sína á laun, og hefur það þá verið fyrir árið 432, því það ár kom Patrekur til Irlands6). Annan helli má einnig nefna í þessu sambandi, ef helli skyldi kalla, því að fremur mun þar vera að ræða um eins konar gjá eða klettasprungu; er hann í hæð nokkurri þar sem var í forn- öld, á 1. öld, höll Ailills konungs í Kunnáttu (Connachta)6), en þessir 1) M. Stokes, Early Christian Art in Ireland, Dublin, 1911, bls. 2. 2) Sjá um þessi jarðhús í R. A. S. Macalister, The Archæology of Ireland, London 1928, bls. 164-67. 3) Sbr. D. Bruun, Fortidsminder og Nutidshjem paa Island, Kbh. 1928» bls. 194—95. 4) Sjá Archæology of Ireland, bls. 242 o. s. frv., og P. W. Joyce, A social history of Ancient Ireland, London — Dublin 1913, I, bls. 348—49. 5) Archæology of Ireland, bls. 237. 6) Archæol. of Ireland, bls. 179.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.