Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 63
63
ræða frekar um ogham-letur. — Að sönnu nefnir Einar Benedikts-
son í síðari kafla greinar sinnar, að afarfornt letur sé á Hellum og
að hann haldi að það »hljóti að vera leifar af ogham-stöfum«.
ogham-Ietur er svo frábrugðið öðru letri, að enginn, sem þekkir
nokkur deili á því, þarf að vera í efa um, hvort hann hefur það
eða eitthvað annað letur fyrir sér. Því miður hefur Einar ekki gert
nánar grein fyrir því, hvernig þessar stafaleifar, sem hann átti við,
litu út.
Mörgum árum síðar, árið 1918, gaf Einar Benediktsson út bók,
er hann nefndi Thules Beboere. Bókin er öll á dönsku og er þar (á
bls. XXIV—XXXII) þýðing á grein hans í Fjallkonunni og aftast
ágætir uppdrættir af 4 hellum. í IV. kafla ritsins, bls. 64—81, ræðir
höf. um hella og jarðhús hér á landi, bæði hella, sem eru myndaðir
af náttúrunni, og manngerða hella. Höf. kemur þar ekki fram með
neitt, sem bent gæti til, að manngerðu hellarnir séu frá tímum hinna
írsku munka eða einsetumanna, en sveigir að því á bls. 77—78, að
þeir kunni að vera frá (hinni yngri) steinöld1). Þá getgátu þarf varla
að ræða í þessu sambandi, og því síður koma þessu máli víð kenn-
ingar höfundarinns um langvarandi byggð hér á landi, áður en nor-
rænir menn fundu landið á 9. öld og »reistu hér byggðir og bú«.
Hugmyndir þeirra skáldanna Brynjúlfs Jónssonar og Einars Bene-
diktssonar, um að hinir manngerðu hellar, sumir að minnsta kosti,
séu frá því fyrir landnámstíð (870—930) virðast ekki hafa við veru-
leg rök að styðjast. Elzta heimild um manngerða hella hér á landi
mun vera jarteinasagan um nautahellana í Odda í lok 12. aldar.
Hún færir mönnum heim sanninn um, að suo gamlir geta sumir
manngerðu hellarnir verið. Einar Benediktsson álítur (Thules Bebo-
ere, bls. 72—74) ólíklegt að hellarnir hafi verið gerðir á söguöld, úr
því að þeirra er aldrei getið í fornsögum vorum, og honum þykir
það gæti bent til að þeir séu eldri en frá þeim tíma. Það mun þó
valt að byggja nokkuð á því, að þeirra er ekki getið; það gæti eins
vel, og engu síður, bent til þess, að þeir séu yngri. Það er eðlilegra
að hugsa, að þeir muni gerðir af þeim mönnum, sem vér vitum, að
voru hér, en af mönnum, sem vér vitum ekki til að hafi verið hér.
Það má einnig skýra það fyrir sér, að eðlilegar ástæður gátu verið
til þess, að menn færu að búa til hella eftir að söguöld var lokið,
þótt þeir gerðu þá ekki fyr. Brynjúlfi Jónssyni þótti það benda á að
1) Sbr. ummæli Brynjúlfs Jónssonar í Árb. 1900, bls. 7, um hellinn á Geld-
ingaiæk: »Það er ekki laust við, að hið sérkennilega við fráganginn (á hellin-
um) — — — veki hjá manni þá hugmynd, að hellirinn hafi eitthvað steinald-
arlegt við sig. Út í það fer eg samt ekki«.