Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 66
66 er einnig nefndur að eins Hellir í jarðabók Á. M., — »hjáleiga byggð hér fyrir um 60 árum« (þ. e. um 1650). Enn fremur segir þar svo: »NB. Býlið tekur nafn af því, að þar eru engin bæjarhús, nema ein- asta fjós og eldhús, og býr fólkið hér i einum hraunhelli, sjálfgjörð- um«. Þetta síðasta er merkilegt, einnig í þessu sambandi, því að það bendir til að hellirinn sjálfur sé eldri en býlið; hann er nefnilega ekki sjálfgjörður, og menn myndu ekki hafa talið hann árið 1709 vera það, hefði hann ekki verið eldri en býlið. Þó þarf hann alls ekki að hafa verið mjög mikið eldri. En bæjarnafnið verður ekki til að sanna aldur hans. — Að bærinn er nú (frá því á síðustu öldý kenndur jafnframt við Miklaholt, holtið, sem hann stendur á, mun vera gert til að aðgreina hann frá Helli í Ölfushreppi og ef til vill einnig Kolsholts-helli í Villingaholtshreppi. — Hell(n)atún er nefnt í jarða- bók Á. M., talið byggt úr jörðunni Ási, enda er það talið hjáleiga þaðan í síðari jarðabókum. Er óvíst hvenær byggð hefur fyrst verið tekin þar upp og er líklegt að 2 hellar (eða fleiri?) hafi þar verið komnir áður, sennilega fjárhellar, og tún ræktazt hjá þeim. Hellanna er getið þannig í jarðabók Á. M.: »Hellir er innar af bænum, brúk- aður fyrir búr og eldivið; annar í túninu, fyrir lömb; þriðji skammt frá bænum, brúkaður fyrir fjárhús«. — Mun bærinn kenndur við hina tvo fyrst-nefndu. — Þá eru eftir að eins 2 bæir eða 2 bæjanöfn: Hellar á Landi og Hellar í Flóa. — Báðir hafa þessir bæir verið nefndir Hellur á síðustu tímum; er það vegna þágufallsmyndarinnar Hellum, og ef til vill einnig vegna eignarfallsmyndarinnar Hellna, sem er rétt mynd af orðinu Hellur, en röng af orðinu Hellar, þótt hún sé orðin gömul og búin að fá hefð í málinu, ásamt fleirum slíkum afbökunum á bæjanöfnum, t. d. »Vallna« fyrir Valla (af bæjarnafninu Vellir)1 2. Hin forna eignarfallsmynd, Hella, afbakaðist eða gleymdist eða varð misskilin. — Önnur ’breyting á fallmyndunum af orðinu hellir varð sú, að halda errinu í þeim, og jafnvel i fyrir framan það i fleirtölu einnig, en þó var því oft sleppt þar og notaðar sam- dráttarmyndir (hell(i)rar hell(i)ra, hell(i)rum).2 — Um Hella í Land- sveit mun finnast fyrst getið í jarðakaupabréfi, er gert var 22. Febr- úar 1375 ;3 er þar nefnd Hellna-jörð. í Vilchins-máldaga, 1397 um Skarðs-kirkju er sagt að hún eigi »tíund frá Hellum«).4 Bærinn er 1) Sbr. Bæjanöfn á íslandi, eftir Finn Jónsson, Safn til sögu íslands, IV.,. bls. 415-16 og 472. 2) Sbr. Valtýr Guðmundsson, ísl. Grammatik, Kh. 1922, § 106 og § 116. 3) ísi. fornbrs. III., 237, bls. 291-93. 4) S. st. IV., bls. 63.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.