Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 70
70 til ársins 1820; er þá fyrir framkvæmd þáverandi hreppstjóra, Magn- úsar Sigurðssonar á Leirum tekinn til þinghúss fyrir gjörvalla sveit- ina. Var þá byggt þil með 2ur glergluggum framarlega í hellismunn- anum, ofan frá bergi niður til grundvallar, svo þessi hellir er sem læst og lokað hús. Lengd hellisins er frá þili 20 ál., vídd 11 ál., hæð á þili 5 ál.; en fyrir framan þilið er forskáli nokkur, 8 ál. að lengd og 16 á vídd. í forskála þessum eru skip venjulega smíðuð vegna skýlis. 2. Úr lýsingu á þeim afréttum, sem liggja fyrir austan Markarfljót, fram með Eyjafjallajökli, eftir Einar Sighvatsson, hreppstjóra á Yzta-Skála. Milli Húsadals og Þuríðarstaða, á móti norði, er hellir einn undir kletti í grasbrekku, sem kallast Sóttarhellir1). í austanverðum Húsa- dals-botni er þverhnýpt standberg í einum stað; uppi i því er lítill hellir, sem snýr móti norðri og er kallaður Snorraríki, og er hér um bil 4a til 5 álna hæð upp í hann frá brekkunni. í gólfbrúninni er skora, hvar í steinn er felldur; þó er gólfið nokkuð hallandi til dyra. Gátu þar hafst við 3 eða 4 menn. Berghöld eru klöppuð í hamarinn, til þess að menn geti komizt í hellirinn. Hafa margir, er þar hafa komið, klappað nöfn sín með skammstöfum í bergið fyrir neðan hellisdyrnar, því sá eystri vegur yfir mörkina liggur undir hamar þessum. 3. Úr lýsingu Stóra-Dals-sóknar eftir séra Jón Jónsson, 1840. Merkilegastir hellar eru þessir: 1. Paradísarhellir, milli Fitjar og Seljalands; stendur framan í bergi; er líkur stúku; með fornri leturgjörð hér og hvar um bergið innan. 2. Prestshellir undir Merkurhólum, lágur niður við jörð, skamt frá Eyvindarholtsá; ei vita menn stærð hans. 3. Hellrar á Seljalandi, 1 fyrir hey, annar fyrir sauðfje, 3ðji fyrir hross. — 2 hellrar í Hamragörðum fyrir fénað, 2 í Stóra-Dal fyrir fénað, 1 í Króktúni fyrir fénað, 1 í Mið-Mörk fyrir sama. Ei vita menn stærð þessara hellra, svo áreiðanlegt sé að skrifa. 4. Úr lýsingu Breiðabólsstaðar-sóknar eftir séra Jón Halldórsson, 1844. Hellirar eru hér öngvir, nema fjárhellrar eða hellra-skútar frá Vatnsdal, Árgilsstöðum og Þórunúpi hafa alltjend að nokkru leyti 1) Það er i frásögur fært, að á fyrri öldum hefði tröll byggt hellir þennan og fyrirfarið ferðamönnum, er tóku sér náttstað við hann, hvar eftir hellirinn skyldi hafa verið vígður; berghöld eru i honum, hvar í bjöllur skyldu hafa verið hengdar, sem brúkaðar voru við vígsluna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.