Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 70
70
til ársins 1820; er þá fyrir framkvæmd þáverandi hreppstjóra, Magn-
úsar Sigurðssonar á Leirum tekinn til þinghúss fyrir gjörvalla sveit-
ina. Var þá byggt þil með 2ur glergluggum framarlega í hellismunn-
anum, ofan frá bergi niður til grundvallar, svo þessi hellir er sem
læst og lokað hús. Lengd hellisins er frá þili 20 ál., vídd 11 ál., hæð
á þili 5 ál.; en fyrir framan þilið er forskáli nokkur, 8 ál. að lengd
og 16 á vídd. í forskála þessum eru skip venjulega smíðuð vegna
skýlis.
2. Úr lýsingu á þeim afréttum, sem liggja fyrir austan
Markarfljót, fram með Eyjafjallajökli, eftir Einar Sighvatsson,
hreppstjóra á Yzta-Skála.
Milli Húsadals og Þuríðarstaða, á móti norði, er hellir einn undir
kletti í grasbrekku, sem kallast Sóttarhellir1). í austanverðum Húsa-
dals-botni er þverhnýpt standberg í einum stað; uppi i því er lítill
hellir, sem snýr móti norðri og er kallaður Snorraríki, og er hér um
bil 4a til 5 álna hæð upp í hann frá brekkunni. í gólfbrúninni er
skora, hvar í steinn er felldur; þó er gólfið nokkuð hallandi til dyra.
Gátu þar hafst við 3 eða 4 menn. Berghöld eru klöppuð í hamarinn, til
þess að menn geti komizt í hellirinn. Hafa margir, er þar hafa komið,
klappað nöfn sín með skammstöfum í bergið fyrir neðan hellisdyrnar,
því sá eystri vegur yfir mörkina liggur undir hamar þessum.
3. Úr lýsingu Stóra-Dals-sóknar eftir séra Jón Jónsson, 1840.
Merkilegastir hellar eru þessir:
1. Paradísarhellir, milli Fitjar og Seljalands; stendur framan í bergi;
er líkur stúku; með fornri leturgjörð hér og hvar um bergið innan.
2. Prestshellir undir Merkurhólum, lágur niður við jörð, skamt
frá Eyvindarholtsá; ei vita menn stærð hans.
3. Hellrar á Seljalandi, 1 fyrir hey, annar fyrir sauðfje, 3ðji fyrir
hross. — 2 hellrar í Hamragörðum fyrir fénað, 2 í Stóra-Dal fyrir
fénað, 1 í Króktúni fyrir fénað, 1 í Mið-Mörk fyrir sama. Ei vita menn
stærð þessara hellra, svo áreiðanlegt sé að skrifa.
4. Úr lýsingu Breiðabólsstaðar-sóknar eftir séra Jón
Halldórsson, 1844.
Hellirar eru hér öngvir, nema fjárhellrar eða hellra-skútar frá
Vatnsdal, Árgilsstöðum og Þórunúpi hafa alltjend að nokkru leyti
1) Það er i frásögur fært, að á fyrri öldum hefði tröll byggt hellir þennan
og fyrirfarið ferðamönnum, er tóku sér náttstað við hann, hvar eftir hellirinn
skyldi hafa verið vígður; berghöld eru i honum, hvar í bjöllur skyldu hafa verið
hengdar, sem brúkaðar voru við vígsluna.