Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 71
71
verið tilbúnir eða lagaðir af mönnum og mega í engu tilliti heita
merkilegir.
5. Úr lýsingu Stórólfshvols- og Sigluvikur-sókna
eftir séra Sigurð G. Thorarensen, 1839.
í móberg hefur ábúandinn á Stórólfshvoli fyrir nokkrum (10) ár-
um látið klappa fjárhellir hjá bænum Djúpadal við Eystri-Rangá, hér
um bil 600 til 700 kvaðratfet.
6. Úr lýsingu Odda-sóknar eftir séra Ásmund Jónsson, 1839.
Hellirar eru hér til margir; af náttúrunni gjörðir: víða í túninu
á Ægissíðu, — einum bæ í þessari sókn —; af mönnum gjörðir; á
mörgum bæjum milli Rangánna, því víðast þar, sem hóll er, þar er
sandberg undir, og í þau hafa víða hellirar verið klappaðir. Öngvir
þeirra eru að nokkru leyti merkilegir.
7. Úr Iýsingu Keldna-sóknar eftir séra Jóhann Björnsson, 1840.
Hellirar eru öngvir, nema einn fjárhellir á Þorleifsstöðum við
Fiská, klappaður í móberg af fornmönnum, fyrir 100 fjár, og ann-
ar, sömuleiðis tilbúinn af mönnum, á Stokkalæk, ekki jafn fallegur
sem hinn.
8. Úr lýsingu Stóru-Valla-sóknar eftir séra Jón Torfason, 1841.
Heyhellir er á Hellum, tekur hér um bil 4 a 5 hundruð hesta
heys; annar í Hellir, tekur 1 hundrað hesta; sömuleiðis er þar fjár-
hellir, tekur 1 hundrað fjár. Hjá gömlu Kýraugastöðum er ogsvo
gamall fjárhellir (aflagður), 11 álnir á lengd, en 9 á breidd, en 3 á
hæð; er ofan luktur af hraungrýtis hellubjargi; er hlaðið undir það
öðru megin, en móberg er hinu megin og til endans; standa á því
þessir stafir eða teikn: H S.
9. Úr sóknarlýsingu Marteinstungu-, Haga- og Árbæjar-sóknar
eftir séra Sigurð Sigurðsson 1840.
Öngvir hellar eru til í Haga-sókn, en í Marteinstungu og Árbæj-
ar-sókn eru þeir 13 tals, sem kennast við þá bæi, er þeir tilheyra;
fáir eru þeir samt sérlega merkilegir.
A. Norðan í landnorðurshorninu á fyr-nefndri Kambsheiði, skamt
norður frá bænum Skammbeinsstöðum, er fjárhellir. Hann er 12 ál.
að lengd, 6 að vídd, 3‘/2 að hæð; klappaður af mönnum.
B. Fjárhellir, sem tilheyrir bænum Hvammi; stendur í holti suð-