Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 72
72
ur frá bænum, við svo-nefnt Hvammsgil eður Steinslækjar-farveg;
hann er 9 ál. að lengd, 3 ál. að vídd, 2 að hæð.
C. Fjárhellir, tilheyrandi bænum Lýtingstöðum; stendur á holtir
lausu við túnið, í landnorður frá bænum; hann er 30 ál. að lengd, 9
ál. að vídd, 3V2 al. að hæð, þráðbeinn til beggja hliða; dyrnar, auk
forskálans, eru 3 ál. að vidd og hæð. Hann er með nýjum strompi
upp úr miðju; að öllu leyti náttúrunnar verk. Krossmark er í hann
klappað uppyfir dyrunum.
D. Hellir, sem ekki er brúkaður, en tilheyrir strax-nefndum bæ,
stendur upp í fyr-nefndri Kambsheiði, því nær á miðri leið milli bæj-
anna Lýtingsstaða og Raptsholts, samt í Lýtingsstaða landi og í út-
norður frá bænum. Hann er 12 ál. að lengd, 4 ál. að vídd, 3 ál. að
hæð. Afhellir liggur til útnorðurs út úr strax-neindum hellir; hann er
18 ál. að lengd, 3 ál. að vídd, 2lh að hæð; báðir að fornu klappaðir.
E. í túninu, hér um bil 10 faðma vestur frá bænum Þjóðólfshaga,
er heyhellir; hann er 15 ál. að lengd, 6 ál. að vídd, 5 ál. að hæð;
norður úr honum er afhellir, 15 ál. að lengd, 6 ál. að vídd, 6 ál. að
hæð. Einn strompur er upp úr honum, klappaður gegn um 3 ál.
þykkt berg. Þessi hellir hefur tvennar dyr fram í hinn, og er 8 ál.
þykkur bergstöpull, þvers-yfir frá austri til vesturs milli dyranna.
F. Lítið eitt vestar í túninu er hellir, sem brúkaður er fyrir
lambahús; dyr hans snúa mót vestri, með 7 ál. löngum, upphlöðnum
forskála til dyra, en 5 ál. háum, niðurgrafinn um 3 ál. Hellirinn sjálf-
ur er 17 ál. að lengd, 9 ál. að vídd, 4 ál. að hæð, að öllu leyti
klappaður af mönnum, en að nýju stórum endurbættur af þar-ver-
andi dugnaðarsömum ábúanda, Ólafi Loftssyni, þar vatnsuppgangur
upp úr gólfinu gerði hann lítt brúkanlegan. Á honum eru tveir upp-
hlaðnir strompar, einninn klappaðir.
G. Fyrir sunnan túnið stendur í litlum, grasi-vöxnum hól hellir,
sem ærnar eru hafðar við; hann er 12 ál. að lengd, 13 ál. að vídd,
21/* að hæð. Fyrir hliðvegg, sem upphlaðinn er af ábúandanum og
klappaðar dyr, getur nefndur hellir álitist að vera upptekinn og í
stand settur af honum. Strompar tveir eru á hann klappaðir og hey-
hlaða er innar-af hellirunum, sem tekur 40 hesta af heyi.
H. Skamt fyrir austan Moldartungu-bæ, í túninu, er fjárhellir;
hann er 12 ál. að lengd, 4Ú2 að vídd, 3V2 að hæð, með strompi
upp-úr, gjörður af náttúrunni, nema íorskálinn.
I. Á bænum Syðri-Rauðalæk eru tveir hellrar, báðir klappaðir
af núverandi ábúanda þar, Ásmundi Gíslasyni; annar þeirra stendur
í svo-kölluðum Markhól, sem reiknast að vera landamerkjahóll milli
jarðanna Brekkna og Syðri-Rauðalækjar, uppá holti fyrir ofan eða