Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 80
80 2. Þvi hefir þá verið hrundið, að merkin sé við Kalmansá. Verð- ur þá fyrir að hyggja að texta Hauksbókar um »lœk, þann er fellr út frá Saurbœ«. Svo gæti virzt, að »lœkr, sá er fellr út frá Saurbœ« gæti merkt hvern læk, er fellur út í fjörðinn, og þá jafnvel líka Saurbæjará, sem svo er nefnd og fellur út til sævar austan við túnið í Saurbæ. Helztu rökin fyrir Ánni eru þau, að sé merkin þar, verður engin mótsögn í því, er segir, að Kolgrímur næmi land, og hins, að Saurbær er sagð- ur í landnámi Finns Halldórssonar. Eg mun sýna fram á það síðar, að Landnámabók er alls ekki mótsögul um þetta atriði, þó að ekki sé hallazt að Ánni. Hér skal þess að eins minnzt, að í Hauksbók segir, að Kolgrímur næmi til Laxár, en þá er Áin of austarlega, til þess að þau merki geti mætzt. Loks má nefna málvenjuna um tvennt. Eptir náttúrufari þarna um slóðir er eðlilegt að kalla þetta vatnsfall á en ekki læk. Síðast en ekki sizt er málvenja þarna nú og þá, er Landnámabók er í letur færð, að kalla út það eitt, er vestar er. 3. Nú falla þrír lækir, er til mála geta komið, út frá Saurbæ. Næst bænum er bæjarlækurinn, er fellur um mitt tún, fast við bæ- inn að kalla. Nokkuð frá bæ og eigi langt fellur Hvítagrjótslækur') en mjög fjarri Merkjalækur. a. Það kynni að virðast styðja bæjarlækinn, að þá er sagt er lœkjar, þess er fellr út frá Saurbœ, sýnist helzt átt við þann læk, er næstur er fyrir vestan bæinn. Þó ætla eg, að eigi verði þessi orð með neinum sannindum höfð um læk, er fellur fast við bæjarhúsin. Hann er ekki nógu mikið fyrir vestan bæinn. að kallazt geti »út frá bœnum«. En það er fleira sem mælir mjög á móti bæjarlæknum. Hann er fyrst og fremst stytztur þessara lækja. Hann kemur upp í hálsinum fyrir ofan Saurbæ, þar sem vötnum fer að halla. Hitt er þó miklu veigameira, að hann er eins og Saurbæjará of austarlega til þess, að mætzt geti við það mið, að Kolgrímur nam til Laxár. bók ber hér sem optar eins og gull af eiri. Höfundur hennar veit miklu meir um það, sem hann er að tala um, en höf. Sturlubókar, Sturla Þórðarson iögmaður. Þess er og að gæta að Haukur lögmaður Erlendsson á Melum hafði fyrir sér bæði Sturlubók og Styrmisbók Landnámabókar. Hans bók er því meiri vísindi, að hann hefir hlotið að dæma um heimildir sínar, sem auk áminnztra sagnfræðirita hafa verið munnlegar geymdir. Eg ber því meira traust til hans sagnar. — Þorsteinn Sölmundarson hefir þá numið dalina báða, Brynjudal og Botnsdal og út fyrir Þyril. í Botni í Botnsdal bjó Ávangur, írskur maður, og er hann eigi talinn með landnámsmönnum, fremur en Hróðgeir í Saurbæ. 1) Hann er nefndur Merkjalækur á landabréfi herforingjaráðsins. I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.