Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 80
80
2. Þvi hefir þá verið hrundið, að merkin sé við Kalmansá. Verð-
ur þá fyrir að hyggja að texta Hauksbókar um »lœk, þann er fellr
út frá Saurbœ«.
Svo gæti virzt, að »lœkr, sá er fellr út frá Saurbœ« gæti merkt
hvern læk, er fellur út í fjörðinn, og þá jafnvel líka Saurbæjará, sem
svo er nefnd og fellur út til sævar austan við túnið í Saurbæ. Helztu
rökin fyrir Ánni eru þau, að sé merkin þar, verður engin mótsögn í
því, er segir, að Kolgrímur næmi land, og hins, að Saurbær er sagð-
ur í landnámi Finns Halldórssonar. Eg mun sýna fram á það síðar,
að Landnámabók er alls ekki mótsögul um þetta atriði, þó að ekki
sé hallazt að Ánni.
Hér skal þess að eins minnzt, að í Hauksbók segir, að Kolgrímur
næmi til Laxár, en þá er Áin of austarlega, til þess að þau merki
geti mætzt. Loks má nefna málvenjuna um tvennt. Eptir náttúrufari
þarna um slóðir er eðlilegt að kalla þetta vatnsfall á en ekki læk.
Síðast en ekki sizt er málvenja þarna nú og þá, er Landnámabók er
í letur færð, að kalla út það eitt, er vestar er.
3. Nú falla þrír lækir, er til mála geta komið, út frá Saurbæ.
Næst bænum er bæjarlækurinn, er fellur um mitt tún, fast við bæ-
inn að kalla. Nokkuð frá bæ og eigi langt fellur Hvítagrjótslækur') en
mjög fjarri Merkjalækur.
a. Það kynni að virðast styðja bæjarlækinn, að þá er sagt er
lœkjar, þess er fellr út frá Saurbœ, sýnist helzt átt við þann læk, er
næstur er fyrir vestan bæinn. Þó ætla eg, að eigi verði þessi orð
með neinum sannindum höfð um læk, er fellur fast við bæjarhúsin.
Hann er ekki nógu mikið fyrir vestan bæinn. að kallazt geti »út frá
bœnum«. En það er fleira sem mælir mjög á móti bæjarlæknum.
Hann er fyrst og fremst stytztur þessara lækja. Hann kemur upp í
hálsinum fyrir ofan Saurbæ, þar sem vötnum fer að halla. Hitt er þó
miklu veigameira, að hann er eins og Saurbæjará of austarlega til
þess, að mætzt geti við það mið, að Kolgrímur nam til Laxár.
bók ber hér sem optar eins og gull af eiri. Höfundur hennar veit miklu
meir um það, sem hann er að tala um, en höf. Sturlubókar, Sturla Þórðarson
iögmaður. Þess er og að gæta að Haukur lögmaður Erlendsson á Melum hafði
fyrir sér bæði Sturlubók og Styrmisbók Landnámabókar. Hans bók er því meiri
vísindi, að hann hefir hlotið að dæma um heimildir sínar, sem auk áminnztra
sagnfræðirita hafa verið munnlegar geymdir. Eg ber því meira traust til hans
sagnar. — Þorsteinn Sölmundarson hefir þá numið dalina báða, Brynjudal og
Botnsdal og út fyrir Þyril. í Botni í Botnsdal bjó Ávangur, írskur maður, og er
hann eigi talinn með landnámsmönnum, fremur en Hróðgeir í Saurbæ.
1) Hann er nefndur Merkjalækur á landabréfi herforingjaráðsins.
I