Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 85
85 Um flóð er hún allt af umflotin sæ. Hún er lík langskipi í lögun. Heima undir Móhliði túngirðingar er steinninn Klofi. Vestan túns er neðst við sjóinn fjárrétt í klettakrika. Verður þar að sæta sjávarföllum. Út undan réttinni er Flæðiklettur. Upp með túngarðinum vestanverðum er mýri, er Vesöld er kölluð. Þar norður af er Þinghússmýri út af Þinghússtúni. Fyrir norðan bæjarlækinn er Kvíaból, norðan túns. Tóptir eru þar, einkennilegar. Norður við veg- inn milli gatna af austri og vestri heim að bænum er móabarð nokkurt, er heitir í Gufugerði, sem fyrr var getið. Þar er nú dys. Lét séra Ólafur Hjaltested heygja þar hest sinn með öllum týgjum. Sunn- an undir Gufugerði austan til er Hallgrimslind. Þaðan er nú veitt vatni til bæjar. Vestan við áminnztar mýrar eru gljár miklar og holt. Þá tekur við lækur, er nefnist Hvítagrjótslækur, svo sem fyrr er ritað. Vestan við hann er syðst Lækjamýri en norðar Hámýri. Norður af Hámýri eru mýrar, melar og börð. Norður undir vegi heitir hjá Húsunum. Þar er nú stekkur fyrir stóð, sem fyrr var getið. Vestan við Lækjamýri og Hámýri taka enn við melar og holt. Þar fellur til sjávar Rauðagrjótslækur. Þetta nafn er ungt. Út undan honum er flæðisker illt. Fyrir vestan Rauðagrjótslæk eru Stekkjarbörð. Þar vestur af er lægð nokkur allbreið. Þar er Stekkjarflói, er fyrr var getið. Vestan við Stekkjarflóann er Þrívörðuholt. Út þaðan gengur eyri stór í fjörðinn, Hvítagrjótseyri. Vestan við hana eru hamrar í sæ fram. Er þar hellir og heitir Hellismýri norður af. Mýrarnar skiptast i niðurmýrar og uppmýrar eptir landslagi. Niður í uppmýrarnar ganga skógargeirar ofan úr Hlíð. Þeir heita Skógartögl. Þetta er norður undir götu. 3. Norðan við veginn er allt Saurbæjarland skógi vaxið meira og minna. Örnefni um skóglendi þetta hafa skekkzt nokkuð í minni manna eða með öllu týnzt. Örnefnið Fannahlíð heyrist nú aldrei; ekki heldur Skál né Brenna. En það er að þakka séra Jóni Hjaltalín, er var prestur í Saurbæ frá 1786 til 1811 —sonur Odds Hjaltalín en faðir þess, er Bjarni Thorarensen yrkir eptir —, að nöfn þessi hafa varðveitzt, svo að kostur var þess, að þetta gæti upplýszt. Þegar hann var í Saurbæ, bjó hreppstjóri undir Hálsi hinum neðra í Kjós, sá er Loptur hét Guðmundsson. Loptur fékk skógar- högg hjá prestinum í Saurbæ. En menn þeir, er hann sendi til skógar- höggsins — sonur Lopts mun hafa verið einn — voru eigi mikil- yrkir um skógarhöggið og orti prestur ljóðabréf um og sendi Lopti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.