Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 85
85
Um flóð er hún allt af umflotin sæ. Hún er lík langskipi í lögun.
Heima undir Móhliði túngirðingar er steinninn Klofi.
Vestan túns er neðst við sjóinn fjárrétt í klettakrika. Verður þar
að sæta sjávarföllum. Út undan réttinni er Flæðiklettur. Upp með
túngarðinum vestanverðum er mýri, er Vesöld er kölluð. Þar norður
af er Þinghússmýri út af Þinghússtúni. Fyrir norðan bæjarlækinn er
Kvíaból, norðan túns. Tóptir eru þar, einkennilegar. Norður við veg-
inn milli gatna af austri og vestri heim að bænum er móabarð
nokkurt, er heitir í Gufugerði, sem fyrr var getið. Þar er nú dys. Lét
séra Ólafur Hjaltested heygja þar hest sinn með öllum týgjum. Sunn-
an undir Gufugerði austan til er Hallgrimslind. Þaðan er nú veitt
vatni til bæjar.
Vestan við áminnztar mýrar eru gljár miklar og holt. Þá tekur
við lækur, er nefnist Hvítagrjótslækur, svo sem fyrr er ritað. Vestan
við hann er syðst Lækjamýri en norðar Hámýri. Norður af Hámýri
eru mýrar, melar og börð. Norður undir vegi heitir hjá Húsunum.
Þar er nú stekkur fyrir stóð, sem fyrr var getið.
Vestan við Lækjamýri og Hámýri taka enn við melar og holt.
Þar fellur til sjávar Rauðagrjótslækur. Þetta nafn er ungt. Út undan
honum er flæðisker illt. Fyrir vestan Rauðagrjótslæk eru Stekkjarbörð.
Þar vestur af er lægð nokkur allbreið. Þar er Stekkjarflói, er fyrr
var getið.
Vestan við Stekkjarflóann er Þrívörðuholt. Út þaðan gengur eyri
stór í fjörðinn, Hvítagrjótseyri. Vestan við hana eru hamrar í sæ
fram. Er þar hellir og heitir Hellismýri norður af. Mýrarnar skiptast
i niðurmýrar og uppmýrar eptir landslagi. Niður í uppmýrarnar
ganga skógargeirar ofan úr Hlíð. Þeir heita Skógartögl. Þetta er
norður undir götu.
3. Norðan við veginn er allt Saurbæjarland skógi vaxið meira
og minna. Örnefni um skóglendi þetta hafa skekkzt nokkuð í minni
manna eða með öllu týnzt. Örnefnið Fannahlíð heyrist nú aldrei;
ekki heldur Skál né Brenna. En það er að þakka séra Jóni Hjaltalín,
er var prestur í Saurbæ frá 1786 til 1811 —sonur Odds Hjaltalín en
faðir þess, er Bjarni Thorarensen yrkir eptir —, að nöfn þessi hafa
varðveitzt, svo að kostur var þess, að þetta gæti upplýszt.
Þegar hann var í Saurbæ, bjó hreppstjóri undir Hálsi hinum
neðra í Kjós, sá er Loptur hét Guðmundsson. Loptur fékk skógar-
högg hjá prestinum í Saurbæ. En menn þeir, er hann sendi til skógar-
höggsins — sonur Lopts mun hafa verið einn — voru eigi mikil-
yrkir um skógarhöggið og orti prestur ljóðabréf um og sendi Lopti