Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 90
90
9. Kringum Brennu og út að Ós
allt er sem í flagi;
verkin merkin votta Ijós,
von er þó mér œgi.
10. Fóru þeir kringum Fúsakot,
flestallt hjuggu niður;
féllu stönglar rétt í rot
rokna höggin viður.
11. Lága1) skóginn lögðu aðgrund
líka allt að merkjum;
fengu stofnar fjörtjóns und,
fríir þó af verkjum.
12. Mest þeir skoða Móadal,
mun hann aldrei gróa,
þar má hver einn — skýra skal —
skoða bera móa.
13. Drengja kringum Draugalág
dengdar axir sungu;
allar vofur flýðu frá
og fældust höggin þungu.
14. Skálarbarma skertu þeir,
skullu fauskar niður;
aldrei vex þar upp úr meir
— eg held — skógarviður.
15. Saurbæjar um sagða hlíð
sama starf þeir jóku;
allar hríslur eins með gríð
upp í kol þeir töku.
16. Merkjalækur fús hvar féll,
framdist sama iðja,
Brenni- austan fyrir -fell
og fram í Laxá miðja.
17. Kolgjörðin var kynja stór,
kalinn svörður pínist,
eins og rifinn rakka bjór,
Rindar elja sýnist.
18. Hrúkur kurls í hverri laut
huldu Dofra krána,
limkestir um breiða braut
byrgðu sól og mána.
19. Loginn, sá sem lagði frá
limanna kveiktum bröndum,
Langanesi lýsti á,
líka vestur Ströndum.
20. Urga varð upp allan svörð,
ef til skyldi hæfa,
hér um Borgar breiðan fjörð,
brennda gröf að kæfa.
21. Kolin þau, sem karskir greitt
kunnu saman moka,
munu hafa hart út steytt
hundrað þúsund poka.
22. Undir þeim um grund í gær,
— gaman er það varla —,
hryggbrotið þeir hafa nær
hesta landsins alla.
23. Þegar landa þeir að hring
þustu starfs að lokum,
öll var fjaran allt um kring
alþakin af pokum.
24. Ef þeir hefði áls um jörð
að því viljað snúa,
hefði víst mátt Hvalafjörð
heilan með þeim brúa.
25. Ofan ljóns í ára kvið
öll fór kola gjörðin,
svoddan þunga, sá eg, við
svignaði reyðar jörðin.
26. Muntu þurfa mjög hjá þér
margt eitt hús til búa,
árabjörn þá upp úr sér
öllu gjörir spúa.
1) Lágar? (sbr. Merkjalág).