Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 95
95 á móti því, er nær því óðs manns æði, því allir þykjast jafn-vitrir í öllu. Eg veit ekki, hvað öðrum sýnist, en eg fyrir mitt leyti óska helzt, að ekkert byggingakák sé á Lögbergi, því það er minnis- merki eins og það er af náttúrunni. Eg vil heldur ekki, að menn raski fornmenjum á Þíngvelli, neins staðar, eða byggi ofan í fornleifar þar, og veitti ekki af, að það opinbera passaði upp á það. En til hvers er að tala um það, þar sem enginn þekkir Þíngvöll, nema Lögberg, sem allir halda að sé heilagt, en að ekkert hafi þar gjörzt annars staðar. Það veitti ekkert af, að kunnugur maður skrifaði heila ritgjörð um viðhald Þíngvallar, og hvernig helzt ætti að vernda hann sem þann merkasta stað frá heimskra manna káki og umróti, og hvernig helzt ætti að prýða hann. Það er varla efunarmál, að ef nákvæmar, historiskar ritgjörðir kæmu út um Þíngvöll, að þá væri hægra að fyrirbyggja þetta og að gjöra mönnum það skiljanlegt. En hér er alt eins, Dasent getur aldrei skeint úr sér kortinu, því á meðan að það er ekki komið, hefi eg samkvæmt samníng okkar bundnar hendur, því kort má eg ekki láta aðra fá eins og eg áður hefi skrifað yður, nema ef það væri með hans leyfi, en það kort ætlaði eg að leggja til grundvallar fyrir ritgjörðina. En að gjöra ritgjörð án korts er alveg ónýtt. Og þó eg vildi treysta upp á minnið, þá er engan veginn víst, að kortið komi út frá honum eins og það kom frá minni hendi. Því vel má vera, að bæði hann og aðrir grauti í því og breyti því. Það liggur því í augum uppi, að eg verð að hafa séð það kort, til þess að geta og mega gjört grein fyrir mínum aðgjörðum og réttlætt skoðun mína á staðnum, því eg vildi hafa ritgjörðina til þess að segja á hverju eg bygði hvað eina. Því eg kæri mig kollóttan, þótt eg komi með ýmsar skoðanir og get- gátur, ef eg segi um leið á hverju eg byggi það, og þá getur það ekki skaðað. Eg hafði og sent honum margar aukamyndir, til þess að gjöra meiníngu mína skiljanlegri, hvernig eg héldi að sumt þar hefði litið út í fornöld (líkt og með skálann í Njálu), en sumt myndir af ýmsu, sem þar er, til þess að menn skilji, hvað eg meina, og geti þekkt það eptir myndunum, sem annars er ekki hægt. Þetta lángaði mig til að geta »cíterað«. — En hvað sem nú öllu þessu líður, þá vil eg reyna í vetur, að koma saman einhverju um þetta. Um jubil-hátíðina er svo mjög skift meiníngum að eg sé mér ekki fært að gjöra neitt, eða segja neitt, því maður kemst ekki upp fyrir moðreyk. Eg er yður samdóma í því, að íslendingar muni líta í kríngum sig áður en þeir kosti upp á styttu af íngólfi, því ekki má hún vera til skammar. En eg er svo gjörður, að eg get ekki komið í minn haus, að hér eigi annað við í minning íngólfs en að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.