Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 101
Kirkjulækur, Ásmundarstaðir, Kirkjuból. Bæjarnafnið Kirkjuból í Norðfirði virðist eigi ýkja fornt, þótt býlið sé það. Nú (1920) stendur bærinn austan Kirkjubólsár og hefir staðið svo lengi, sem sagnir ná til. Hinsvegar eru vestan árinnar og nokkrar teigshæðir frá henni minjar af niðurlögðu býli og er það nefnt Ásmundarstaðir. Vottar þar fyrir talsverðum rústum á þrem stöðum, en bersýnilega mjög fornum; ennfremur túngarði allmiklum og ferhyrntum reit allstórum, sem ætlað er að sé kirkjugarður forn. Hann liggur fast út við túngarðslagið að norðan. Tún virðist hafa verið þarna mjög stórt og er það nú sumpart grasivaxið þýfi, en sumpart vaxið gisnu lyngi og grasi. Að öllu sam- antöldu virðist túnstæði og bæjarstæði þarna bæði fegurra og betra en þar sem byggðin er nú og gegnir furðu, að býlið skuli hafa verið flutt á óvistlegri stað, þótt að vísu sé góður, frá þeim betri, en þjóð- sagnir og staðhættir benda til þess að svo hafi gjört verið, nema hér hafi í öndverðu verið 2 aðgreind býli á sömu jörð og hvort með sínu nafni, en þá virðist betra býlið hafa lagst í eyði. Bæjarnafnið Kirkjuból í Norðfirði hefi ég ekki getað fundið í þeim IX bindum sem út eru komin með registri af íslensku fornbréfa- safni. Ekki er þar heldur að finna neina Ásmundarstaði í Norðfirði. En í Wilchins máldaga fyrir Skorrastaðarkirkju er talað um fiskveiði, sem Sörli af Skuggahlíð hafi afhent staðnum, í Helluhyl til móts við Kirklækinga. Nú er máldagabók Wilchins af flestum árfærð 1397 og er ítakíð því mjög fornt. En Kirkjulækjarnafnið er nú hvergi til í Norðfirði og verður því að ætla, að býli sem á 13. og 14. öld hét þessu nafni og átti land að Helluhyl hafi lagst í eyði, eða skift um nafn, því að Kirklœkingar geta vart aðrir nefnst en búendur eða eigend- ur Kirkjulœkjar. Eigi er óliklegt að svonefnd Kirkjubólsá, sem aðeins er stór bæjarlækur, hafi áður haft nafnið Kirkjulœkur og býlið og jörðin verið samnefnd. Bendingu um þetta ætti örnefnið Helluhylur að geta gefið, ef vissa væri fyrir því, hvar hann var, en svo er ekki. Þó er ekki ólíklegt að hér sé átt við hyl þann, sem nú er nefndur Klapparhylur, niður frá Skuggahlíð. En núverandi landamerki Kirkju- bóls eru fyrir vestan þann hyl og virðist það eða Kirkjulækur því ekki hafa átt land að hylnum möts við Skuggahlíð, því að hylurinn stendst á við Skálateigsland, sem liggur milli Skorrastaðar og Kirkjubóls,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.