Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 102
102 en þó er landræma þarna fram með ánni að norðan talin eign Skorra- staðar allt inn að landamerkjum Kirkjubóls, svo að Skálateigsland nær eigi að ánni. Ef Helluhylur er núverandi Klapparhylur, þá virðist annað tveggja Kirkjulækur hafa átt landgeirann með ánni niðri af Skálateigi, sem nú er eign Skorrastaðar, eða er Skálateigur hluti úr hinum forna Kirkjulæk, sem fallið hefir til Hólmakirkju síðar og ef til vill um sömu mundir og landgeirinn með ánni er afhentur Skorrastaðarkirkju. Allt land á þessum slóðum hefir fyr eða síðar orðið kirkjueign utan Kirkju- bóls, jafnvel landið sunnan ár á móti Kirkjubóli, þó virðist Skugga- hlíð hafa verið bændaeign er Sörli seldi staðnum veiðiréttinn í Hellu- hyl einhverntíma á 14. öld. Þjóðsagnir af þessum stöðum eru fáar og óljósar, þekki ég enga sem nokkuð kveður að, nema þjóðsögnina um Ásmundarstaði, eyði- býlið framannefnda, hið forna prestssetur og kirkjustað Norðfjarðar, sem þjóðsögnin ein veit um. En þjóðsögnin er þannig: Ásmundarstaðir eyðast. í fyrndinni, þegar prestur var á Ásmundarstöðum, átti heima þar í grennd ókvæntur maður, sem lengi var vonbiðill ungrar stúlku, er hann unni mikið, en sem að lokum brást honum með öllu og er þess þó eigi getið, að hún væri öðrum gefin, né heldur hins, hvort henn- ar var sökin eða forráðamanna hennar. En þessi vonbrigði tók mað- urinn sér svo nærri, að hélt við truflun og hét hann því í ör- vílnan sinni að nálgast hana í öðru lífi, ef eigi tækist í þessu, eða vitja hennar dauður, ef eigi lifandi. Lifði hann eftir þetta skamma hríð og fór af heiminum vofveiflega. Skömmu eftir dauða hans fór hann að vitja stúlkunnar og fylgdi henni jafnan, ýmist sýnilegur eða ósýnilegur og er þess eigi getið, að henni yrði meint af því. Leið svo alllangur tími, að eigi bar frekar til tíðinda. En er stundir liðu veittu kunnugir menn því eftirtekt, að stúlkan þykknaði undir belti og þóttust menn vita að þungi sá væri af völdum fyrverandi elsk- huga hennar, þótt árum skifti frá dauða hans. Liðu svo stundir í lík- indum til þess hún lagðist á gólf og ól sveinbarn fullburða og frítt. Dafnaði það vel og fljótt og varð afbragð annara barna á uppvaxt- arárum, bæði andiega og líkamlega. En er drengurinn þroskaðist, reyndist hann námfús mjög og lá allt í augum uppi. Gjörðust þá til nokkrir nákomnir efnamenn að kosta hann til náms. Er þess eigi get- ið hvar hann nam eða hve lengi hann var að námi; en prestsvígslu tók hann að námi loknu og vígðist til Ásmundarstaða, sem þá voru lausir. Kom hann að kalli með litlum fyrirvara og hugðu sóknarmenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.