Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 104
104
sameign veiðinnar í Helluhyl móti Kirklækingum. Sami máldagi tekur
fram, að til Skorrastaðar liggi 15 bæir að skyldum, þar af 4 bænhús
eða undirkirkjur og greiðist af þeim til aðalkirkjunnar VI aurar af
hverju. Ókunnugt er mér hvar þessi bænhús voru.
Jörðin Kirkjuból hefir jafnan verið talin með bestu jörðum í Norð-
firði og hefir þó til forna verið enn betri og hlunnindameiri, enda
þá að líkum stærri en nú. Er eigi ólíklegt að hún hafi í öndverðu
heitið Lœkur eða ad Lœk, en er kristni var komin í land og efnaðri
bændur farnir að reisa kirkjur á bæjum sínum, má ætla, að góðbúi
einhver á Læk — en vegna landkosta mikilla þar má ætla, að bú-
endur hafi efnaðir verið — hafi reist þar kirkju, sem svo smám sam-
an lögðust til næstu bæir. En við það mun bæjarnafnið Lækur hafa
breyzt í Kirkjulæk. Er líklegast að býli þetta og kirkjan hafi þar stað-
ið, sem nú heita Ásmundarstaðir og þar búið svonefndir Kirklæking-
ar á 13. eða 14. öld. En frá þeim tima virðist þjóðsögnin stafa og
eru viðburðir þeir sem hún byggist á mjög óskýrir og myrkir orðnir
í sögninni. Það sem helzt virðizt mega draga út úr sögninni er það
að býli þetta hafi eyðst vegna einhvers kynjaatburðar, sem sveitar-
mönnum stóð ógn af og geigvænleg hjátrú loddi við, en síðasti bú-
andi þar eða prestur hafi Ásmundur heitið, líklega sá, er harmasag-
an átti við. Hjátrú þess tíma virðist þá vera svo mögnuð, að er hýl-
ið flyzt út yfir ána vegna ótta þess, er mönnum stóð af atburðunum
á Kirkjulæk, þykir ekki hættandi á að nefna býlið sama nafni, þótt
jörðin sé hin sama, heldur er nafni breytt úr Kirkjulœk i Kirkjuból,
en eftir það er þá líka hætt með öllu að tala um Kirkjulæk, bæði í
merkingunni býli og vatnsfall. Bæjarnafnið hverfur með öllu vegna
hinnar nýju byggðar á Kirkjubóli og þess, að tekið er að kenna eyði-
býlið við manninn, sem þjóðsögnin snýst um, en lækurinn, sem renn-
ur með bæjarveggnum á Kirkjubóli, brevtir nú líka nafni og er þaðan
af nefndur Kirkjubólsá.
Á fleiri vegu má skýra nafnbreytingar þessar og þjóðsögn, en
þessi skýring virðist mér líklegust og falla best við staðhætti og;
sagnir. Aldrei hefir svo ég viti neinn jarðgröftur verið gjörður á Ás-
mundarstöðum til rannsóknar, en aðeins grafið þar fyrir fjárhústóft
og rétt og liklegast þó eigi þar sem bæjarrústirnar hafa verið.J)
Firði s/i2 1920.
Sveinn Ólafsson.
1) Við jarðgröft i 4 rústir á Ásmundarstöðum 24. júní 1931 fundust órækar
minjar byggðar, svo sem aska, viðarkol, hlóðir, bein, ryðmolar, boraður steinn o. fl.
Var rannsóknin gerð að undirlagi þjóðminjavarðar. Su. Ól.