Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 104
104 sameign veiðinnar í Helluhyl móti Kirklækingum. Sami máldagi tekur fram, að til Skorrastaðar liggi 15 bæir að skyldum, þar af 4 bænhús eða undirkirkjur og greiðist af þeim til aðalkirkjunnar VI aurar af hverju. Ókunnugt er mér hvar þessi bænhús voru. Jörðin Kirkjuból hefir jafnan verið talin með bestu jörðum í Norð- firði og hefir þó til forna verið enn betri og hlunnindameiri, enda þá að líkum stærri en nú. Er eigi ólíklegt að hún hafi í öndverðu heitið Lœkur eða ad Lœk, en er kristni var komin í land og efnaðri bændur farnir að reisa kirkjur á bæjum sínum, má ætla, að góðbúi einhver á Læk — en vegna landkosta mikilla þar má ætla, að bú- endur hafi efnaðir verið — hafi reist þar kirkju, sem svo smám sam- an lögðust til næstu bæir. En við það mun bæjarnafnið Lækur hafa breyzt í Kirkjulæk. Er líklegast að býli þetta og kirkjan hafi þar stað- ið, sem nú heita Ásmundarstaðir og þar búið svonefndir Kirklæking- ar á 13. eða 14. öld. En frá þeim tima virðist þjóðsögnin stafa og eru viðburðir þeir sem hún byggist á mjög óskýrir og myrkir orðnir í sögninni. Það sem helzt virðizt mega draga út úr sögninni er það að býli þetta hafi eyðst vegna einhvers kynjaatburðar, sem sveitar- mönnum stóð ógn af og geigvænleg hjátrú loddi við, en síðasti bú- andi þar eða prestur hafi Ásmundur heitið, líklega sá, er harmasag- an átti við. Hjátrú þess tíma virðist þá vera svo mögnuð, að er hýl- ið flyzt út yfir ána vegna ótta þess, er mönnum stóð af atburðunum á Kirkjulæk, þykir ekki hættandi á að nefna býlið sama nafni, þótt jörðin sé hin sama, heldur er nafni breytt úr Kirkjulœk i Kirkjuból, en eftir það er þá líka hætt með öllu að tala um Kirkjulæk, bæði í merkingunni býli og vatnsfall. Bæjarnafnið hverfur með öllu vegna hinnar nýju byggðar á Kirkjubóli og þess, að tekið er að kenna eyði- býlið við manninn, sem þjóðsögnin snýst um, en lækurinn, sem renn- ur með bæjarveggnum á Kirkjubóli, brevtir nú líka nafni og er þaðan af nefndur Kirkjubólsá. Á fleiri vegu má skýra nafnbreytingar þessar og þjóðsögn, en þessi skýring virðist mér líklegust og falla best við staðhætti og; sagnir. Aldrei hefir svo ég viti neinn jarðgröftur verið gjörður á Ás- mundarstöðum til rannsóknar, en aðeins grafið þar fyrir fjárhústóft og rétt og liklegast þó eigi þar sem bæjarrústirnar hafa verið.J) Firði s/i2 1920. Sveinn Ólafsson. 1) Við jarðgröft i 4 rústir á Ásmundarstöðum 24. júní 1931 fundust órækar minjar byggðar, svo sem aska, viðarkol, hlóðir, bein, ryðmolar, boraður steinn o. fl. Var rannsóknin gerð að undirlagi þjóðminjavarðar. Su. Ól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.