Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 19
ZABINTSKI DOCHTER
23
munnmælin vilja vera láta? Sú spurning hefur þráfaldlega sótt á huga minn
síðan í uppvexti. Ég þykist loks sjá, að verknaðurinn geti verið sprottinn af
eldgamalli hjátrú sem aldrei skaut rótum meðal íslendinga, svo kunnugt sé, en
lifði um aldir góðu lífi á meginlandi Evrópu, í þeim menningarheimi sem
fóstraði Sabinsky múrsmið, og þó miklu víðar.
En skrökva þá ekki munnmælin, að þessi hjátrú hafi borizt hingað með
Sabinsky og eina dæmi hennar á íslandi sé ’greftrun’ dóttur hans í vegg Hóla-
kirkju? Ég held að munnmælin skrökvi þessu ekki. Það vekur traust á þeim
að hjátrúin sem á bak við býr þekktist ekki hér — og sem því svarar langsótt
að Hjaltdælingar fyndu það upp hjá sjálfum sér að kista hefði verið múruð
inn í óvígðan kirkjuvegg; ég hygg að engum þar um slóðir hefði hugkvæmzt
að segja slíka sögu tilefnislaust. Fólk var vant að sjá í kirkjum grafleturstöflur
sem á stóð að þessi eða hinn „hvíldi hér” og vissi að orðalagið vísaði til garðs-
ins úti fyrir. Hliðstæð orð Sabinskys, lögð í munn dóttur hans, voru ekki skil-
in á þessa leið í Hólasókn; þar merkti ,,Hier lieg ich” blátt áfram að hér ligg
ég, hér í þessum vegg. Þrátt fyrir þetta er líklegt að fljótt hafi gleymzt norður
þar sjálf ástæðan fyrir verknaði Sabinskys, ef hún var þá nokkurn tíma á ann-
arra vitorði en manna á Hólastað samtíðis honum. Svo mikið er víst að ekki
gat hún farið fram hjá Gísla biskupi, því barnskistan varð ekki múruð inn í
vegginn án heimildar hans.
Um þá hjátrú, sem hér er til tals, er fjallað rækilega í hinu mikla riti Hand-
wörterbuch des deutschen Aberglaubens (sbr. uppflettiorðin Abwehrzauber,
Bauopfer, einmauern, Kinderopfer) og verður hér á eftir stuðzt við það sem
þar stendur. Til hliðsjónar skal bent á Danske Sagn, Ny Række II, 2., bls.
201-02, þar sem segir frá steini yfir kirkjudyrum í Hvidbjærg með úthöggvinni
drengsmynd, og er sagan um hana sömu ættar, undir niðri, og ástæðan fyrir
því að dóttir Sabinskys hvílir nú í vegg Hólakirkju, ef það er þá satt.
Hjátrúarsiðir haldast við lengi, stundum kynslóðum saman, eftir að hinn
írumstæði kraftur sem skóp þá er fjaraður út innan þeirra og þeir sýnast vera
orðnir sérvizka tóm. Mörg þvílík dæmi þekkja menn nú á dögum úr sínu eigin
lífi. Og þannig var því farið, að minni hyggju, hafi Sabinsky múrað kistu dótt-
ur sinnar í vegg Hólakirkju: Athöfn hans, sem gæti virzt sérvizka, átti upp-
runa sinn í þeirri römmu hjátrú fyrri manna, að fórnfæring verði áföllum nýtt
mannvirki sem á miklu valt að stæði, til að mynda kastala, borgarhlið og
borgarmúr, brú, stíflugarð. Barnfórnir voru þá teknar fram fyrir allar aðrar,
því menn hugðu að ungt líf og óspillt hefði í sér fólginn mátt sem bezt tryggði
varanleik þess háttar smíða.
Fórnfæringar, þegar reist voru mikilvæg mannvirki, viðgengust um allar
álfur, sama á hvaða menningarstigi þjóðirnar stóðu. „Trúin á að hvert nýtt
mannvirki krefjist fórnfæringar er vaxin af þeirri hugmynd, að brýnt sé að