Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 43
GEISLADAGUR 47 sem þýða mætti sem Ijósahátíð eða jafnvel geisladag, á grísku tafota, ta hagia fota, hemera ton foton (ljósin, hin heilögu ljós, dagur ljósanna). Svipað nafn dagsins virðist líka hafa verið til hjá slafneskum þjóðum svosem Tékkum, þar sem heitið den svícek (kertadagur, ljósadagur) kemur fyrir um þrettándann.17 Ástæðan var m.a. sú, að vegna sjálfrar helgiathafnarinnar mátti skírnarhá- tíðin vissulega kallast dagur ljósa eða kerta. Við náttmessuna voru kirkjurnar uppljómaðar meir en nokkru sinni ella. Einkum er tekið til um Ijósadýrðina í Jerúsalem og Betlehem. Auk þess hélt hver kirkjugestur á stóru brennandi kerti við þetta tækifæri. Skírnarhátíð Krists var nefnilega um leið helsti skírn- ardagur fullorðinna þar eystra. Og alkunna er, að við fyrstu fjöldaskírn krist- innar kirkju, þegar heilagur andi kom yfir postulana, settust eldtungur af himni á hvern og einn þeirra. Sá siður hefur og lengst af einnig haldist í róm- versku kirkjunni, að fullvaxnir menn héldu logandi kerti i hendi, þegar þeir voru skírðir. Raunar var það fornkristin venja, að skíra menn helst ekki, fyrr en þeir voru orðnir fulltíða, jafnvel ekki fyrr en á dánarbeði. Var það vegna syndaaflausnar þeirrar, sem fólgin var í skírninni. Börn voru því aðeins skírð, að þau væru veik og vart hugað líf.18 V Að öllu þessu athuguðu er erfitt að verjast þeirri hugsun, að samband hljóti að vera milli geisladags á íslandi og dags hinna heilögu Ijósa í Austurvegi, hvernig sem það er til komið. En rétt eina ferðina hvarflar hugurinn til hinna dularfullu ermsku og girsku trúboðsbiskupa, sem hér virðast hafa verið á ferli á 11. öld eða lengur. Um þá segir svo í íslendingabók Ara fróða: Enn komu hér aðrir fimm, þeir er biskupar kváðust vera: Örnólfur og Goðiskólkur og þrír ermskir: Petrus og Abraham og Stephanusd9 Við sömu kennimenn er trúlega átt í Hungurvöku, þar sem segir: Um daga Isleifs biskups komu út biskupar af öðrum löndum og buðu þeir margt linara en ísleifur biskup. Urðu þeir því vinsœlir við vonda menn, þar til er Aðalbertus erkibiskup sendi bréf sitt til Islands og bannaði mönnum alla þjónustu af þeim að þiggja, og kvað þá suma vera bannsetta, en alla í óleyfi sínu farið hafa.20 Og í Kristinna laga þætti Grágásar, sem saminn var af biskupunum Katli Þorsteinssyni og Þorláki Runólfssyni milli 1120-30, segir svo: Ef biskupar koma út hingað til lands eða prestar, þeir er eigi eru lœrðir á latínu tungu, hvort þeir eru ermskir eða girskir, og er mönnum rétt að hlýða á tíðir þeirra, ef vilja. Eigi skal kaupa tíðir að þeim og enga þjónustu skal að þeim þiggja,21 Nú er þess að geta, að í sumum handritum er orðið ermskir ritað hermskir eða enskir og orðið girskir stundum grizkir eða gerzker. Síðara orðið gæti því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.