Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 43
GEISLADAGUR
47
sem þýða mætti sem Ijósahátíð eða jafnvel geisladag, á grísku tafota, ta hagia
fota, hemera ton foton (ljósin, hin heilögu ljós, dagur ljósanna). Svipað nafn
dagsins virðist líka hafa verið til hjá slafneskum þjóðum svosem Tékkum, þar
sem heitið den svícek (kertadagur, ljósadagur) kemur fyrir um þrettándann.17
Ástæðan var m.a. sú, að vegna sjálfrar helgiathafnarinnar mátti skírnarhá-
tíðin vissulega kallast dagur ljósa eða kerta. Við náttmessuna voru kirkjurnar
uppljómaðar meir en nokkru sinni ella. Einkum er tekið til um Ijósadýrðina í
Jerúsalem og Betlehem. Auk þess hélt hver kirkjugestur á stóru brennandi
kerti við þetta tækifæri. Skírnarhátíð Krists var nefnilega um leið helsti skírn-
ardagur fullorðinna þar eystra. Og alkunna er, að við fyrstu fjöldaskírn krist-
innar kirkju, þegar heilagur andi kom yfir postulana, settust eldtungur af
himni á hvern og einn þeirra. Sá siður hefur og lengst af einnig haldist í róm-
versku kirkjunni, að fullvaxnir menn héldu logandi kerti i hendi, þegar þeir
voru skírðir. Raunar var það fornkristin venja, að skíra menn helst ekki, fyrr
en þeir voru orðnir fulltíða, jafnvel ekki fyrr en á dánarbeði. Var það vegna
syndaaflausnar þeirrar, sem fólgin var í skírninni. Börn voru því aðeins skírð,
að þau væru veik og vart hugað líf.18
V
Að öllu þessu athuguðu er erfitt að verjast þeirri hugsun, að samband hljóti
að vera milli geisladags á íslandi og dags hinna heilögu Ijósa í Austurvegi,
hvernig sem það er til komið. En rétt eina ferðina hvarflar hugurinn til hinna
dularfullu ermsku og girsku trúboðsbiskupa, sem hér virðast hafa verið á ferli
á 11. öld eða lengur. Um þá segir svo í íslendingabók Ara fróða:
Enn komu hér aðrir fimm, þeir er biskupar kváðust vera: Örnólfur og
Goðiskólkur og þrír ermskir: Petrus og Abraham og Stephanusd9
Við sömu kennimenn er trúlega átt í Hungurvöku, þar sem segir:
Um daga Isleifs biskups komu út biskupar af öðrum löndum og buðu þeir
margt linara en ísleifur biskup. Urðu þeir því vinsœlir við vonda menn, þar til
er Aðalbertus erkibiskup sendi bréf sitt til Islands og bannaði mönnum alla
þjónustu af þeim að þiggja, og kvað þá suma vera bannsetta, en alla í óleyfi
sínu farið hafa.20
Og í Kristinna laga þætti Grágásar, sem saminn var af biskupunum Katli
Þorsteinssyni og Þorláki Runólfssyni milli 1120-30, segir svo:
Ef biskupar koma út hingað til lands eða prestar, þeir er eigi eru lœrðir á
latínu tungu, hvort þeir eru ermskir eða girskir, og er mönnum rétt að hlýða á
tíðir þeirra, ef vilja. Eigi skal kaupa tíðir að þeim og enga þjónustu skal að
þeim þiggja,21
Nú er þess að geta, að í sumum handritum er orðið ermskir ritað hermskir
eða enskir og orðið girskir stundum grizkir eða gerzker. Síðara orðið gæti því