Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 4
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 9. Skáli. Séð úr stqfudyrum vestur yfir skála. Leifar af setstokk nyrðra sets eru til hœgri
á myndinni. Ljósm. Gísli Cestsson. Fig. 9. The hall, view to the west. Remains qf a bench on
the right. Photo Gísli Gestsson.
m hærri en gólfið. Yfirborð palla þessara var mjög hrjúft og óreglulegt
og sums staðar grýtt nema austurendi nyrðra sets á bak við tréð með
nótinni. Þar var yfirborð setsins slétt og ekki þesslegt að yfir því hafi
verið fjalagólf, en samt virðist ekki hafa verið gengið á því að marki,
þar eð það var ekki fasttroðið eins og miðgólfið í skálanum. Það var
samsett af ýmiss konar smárush, h'kast moði eða salla úr heyi með
spýtnaleifum, bandspottum og jafnvel beinamusli. Á kafi í þessu voru
svo brot úr ýmsum áhöldum, svo sem eirkötlum, stafir úr keraldi eða
dufli, járnnaglar, botn úr skál eða því líku o.fl. Aðstæður og útlit bentu
eindregið til þcss að þarna hafi verið geymsluklefi án fjalagólfs og lík-