Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 8
40_________________________________________ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS húsinu var gengið austur í B cn vestur í D. Úr norðurenda C liggja göng E sem greinast til húsanna F og G. Hús þetta hefur verið 4,2 m á lengd og rúmir 1,6 m á breidd. í tótt- inni var þarna sandur og nokkuð var af þakhellum, sem hölluðust upp að veggjum er voru innfallnir. Eftir endilöngu gólfi hússins lá renna frá norðri til suðurs. Rennan lá síðan áfram inn göng E. Hún er misbreið með óreglulega fláandi börmum, en óslitin og jafndjúp. Botn hennar er 0,25 m lægri en gólfið vestast í skálanum, en 0,35 m lægri en gólfið í D þar sem það er lægst. Renna þessi eða lokræsi hélt áfram til suðurs og er út fyrir húsin kom stefndi það til suðvesturs og var þá vestan við „kirkjustéttina" og náði langt fram á hlað. Merki voru greinileg eftir timburgólf í forstofunni. För sáust eftir planka, sem hafa lcgið norður-suður. Milli þcirra var afar mjúk gólfskán. Fjalir hafa að líkindum verið ncgldar þvcrt á plankana. Timb- urgólf þetta hefur verið í líkri hæð og neðri brún gólfhellna í göngum. D (búr) Vestan við forstofu var tótt þar sem að líkindum hefur verið búr. Eða eins og Gísli konist sjálfur að orði þá hcfur D vafalaust verið matar- geymsla með jarðgröfnum sáum í gólfi, en cinnig með eldstæði. Tóttin var um 0,5 m mjórri en skálinn, enda var 0,5 m stallur á norðurvegg við forstofu strax við inngöngu til bakhúsa. Suðurvcggur var í beinu framhaldi af suðurvegg skála, þó er vegglínan að innan nokkuð í boga og því er tótt þessi mjórri vestast. Klefi er norður úr norðvesturhorni tóttarinnar og þar í voru leifar af sá, sem nánar verður greint frá síðar. Tóttin er um 7,6 m að lengd frá forstofu talið, 3,4 m á brcidd austast, en um 3 m vestast sé reiknað frá klefadyrum. Vcggir voru hlaðnir úr grjóti og er hæð þeirra við þverskurð um 1,3 m að norðan cn um 1,5 m að sunnan, og er þá miðað við lægsta punkt í gólfi. Suðurvcggur þessarar tóttar hefur verið allþykkur vestast, og sá þykkasti í bænum enda er útveggjalínan að sunnan bein. Að utan var veggurinn haganlcga hlaðinn úr stórum steinum, en slútti nokkuð fram yfír sig. Tóttin var full af foksandi og í honum citthvað af þakhellum og vegghleðslusteinum. Rofmold var nokkru ofan við gólf og þar undir lag af jökulleir og sáust þar á mótunum hellublöð. Undir þeim var smáflögótt vatnsborið sandlag, þá þunnt leirlag og milli þess og gólfsins var glerhörð rauðaskán. Gólfið í tóttinni var óslctt, gólfskán var þunn en þó lagskipt og flögótt. Gólfið var hæst út við veggina og í miðju með lægðum til beggja hliða. Líklegt má telja að hillur eða borð hafi

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.