Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Side 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Side 8
40 ÁRBÚK FORNLEIFAFÉLAGSINS húsinu var gengið austur í B en vestur í D. Úr norðurenda C liggja göng E sem greinast til húsanna F og G. Hús þetta hefur verið 4,2 m á lengd og rúmir 1,6 m á breidd. í tótt- inni var þarna sandur og nokkuð var af þakhellum, sem hölluðust upp að veggjum er voru innfallnir. Eftir endilöngu gólfi hússins lá renna frá norðri til suðurs. Rennan lá síðan áfram inn göng E. Hún er misbrcið með óreglulega fláandi börmum, en óslitin og jafndjúp. Botn hennar er 0,25 m lægri en gólfið vestast í skálanum, en 0,35 m lægri en gólfið í D þar sem það er lægst. Renna þessi eða lokræsi hélt áfram til suðurs og er út fyrir húsin kom stefndi það til suðvesturs og var þá vestan við „kirkjustéttina" og náði langt fram á hlað. Merki voru greinileg eftir timburgólf í forstofunni. För sáust eftir planka, sem hafa legið norður-suður. Milli þeirra var afar mjúk gólfskán. Fjalir hafa að líkindum verið negldar þvert á plankana. Timb- urgólf þetta hefur vcrið í líkri hæð og neðri brún gólfhellna í göngum. D (búr) Vestan við forstofu var tótt þar sem að líkindum hefur verið búr. Eða eins og Gísli komst sjálfur að orði þá hcfur D vafalaust vcrið matar- geymsla með jarðgröfnum sáum í gólfi, en einnig með eldstæði. Tóttin var um 0,5 m mjórri en skálinn, enda var 0,5 m stallur á norðurvegg við forstofu strax við inngöngu til bakhúsa. Suðurveggur var í beinu framhaldi af suðurvegg skála, þó er vegglínan að innan nokkuð í boga og því er tótt þessi mjórri vestast. Klefi er norður úr norðvesturhorni tóttarinnar og þar í voru leifar af sá, sem nánar verður greint frá síðar. Tóttin er um 7,6 m að lengd frá forstofu talið, 3,4 m á breidd austast, en um 3 m vestast sé reiknað frá klcfadyrum. Veggir voru hlaðnir úr grjóti og er hæð þeirra við þverskurð um 1,3 m að norðan en um 1,5 m að sunnan, og er þá miðað við lægsta punkt í gólfi. Suðurveggur þessarar tóttar hefur verið allþykkur vestast, og sá þykkasti í bænum enda er útveggjalínan að sunnan bcin. Að utan var veggurinn haganlega hlaðinn úr stórum steinum, en slútti nokkuð fram yfir sig. Tóttin var full af foksandi og í honum eitthvað af þakhellum og vegghleðslusteinum. Rofmold var nokkru ofan við gólf og þar undir lag af jökulleir og sáust þar á mótunum hellublöð. Undir þeim var smáflögótt vatnsborið sandlag, þá þunnt leirlag og milli þess og gólfsins var glerhörð rauðaskán. Gólfið í tóttinni var óslétt, gólfskán var þunn en þó lagskipt og flögótt. Gólfið var hæst út við veggina og í miðju með lægðum til bcggja hliða. Líklegt má telja að hillur eða borð hafi

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.