Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 16
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 15. Baðstofa (F), horft er til suðurs. Til hcegri hanáar sér í g'óng til annarra beejarhúsa.
Ljósin. Gísli Gestsson. Fig. 15. Tlie bathroom (F), view froin the north. Thepassage leading to
the other houses is on tlie right. Photo Gísli Gestsson.
hymd þró og snýr skammhlið fram að gólfi, lengd 1,20 m frá austri til
vesturs, brcidd 0,55 m vestast eða við gólf og vel 0,60 m innst í vegg.
Dýpt eldstæðisins er óljós og ef til vill vantar alls staðar ofan á það og
einnig var hleðslugrjótið þar ákaflega sprungið, en grynnra en 0,80 m
hefur það ekki verið. Líklega hefur verið stallur í gafli eldhólfsins í 0,40
m hæð yfír botn nær 20 cm brciður, cn botninn cr 13 cm ncðar en hús-
gólfið. í eldstæðinu var cfst þykkt lag af hnefastórum steinum, mjög
sprungnum, og á milli þcirra var sandur og nokkur mold, en hvorki
aska né kol. Undir þessu var lag af kolum og ösku, kolin svört, cn
askan ljósgrá viðaraska. Þetta lag náði niður á botn, sem var úr mold