Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 2
34_________________________________________ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS m austur frá þili, 0,87 m frá miðlínu og 1,58 m frá útvegg. Hann er ávalur, ótilhögginn, þvermál 0,15 x 0,12 m. Næsti stafur, BSiIV er 1,58 m austar eða 6,58 m frá þili, 0,88 m frá miðlínu og 1,50 m frá útvegg. Hann er einnig ávalur og ótilhögginn, þvermál 0,14x0,12 m. Stafur, merktur BSiV, ætti að vera næst í röðinni, cn hans sjást ckki nein merki. Samt verður að gera ráð fyrir staf sunnan gólfsins and- spænis BNiV til þess að standa undir brúnás, sem eðlilcgast er að þakið hafi hvílt á. Líklcgur staður fyrir þann staf er stór steinn, þar sem gólfið þrengist. Hafi BSiV staðið þar, yrðu mál hans þessi: Fjarlægð frá BSiIV 1,89 m og frá þili 1,47 m, frá miðlínu 0,58 m og frá útvcgg 1,82 m. Auðvitað eru þessi mál ekki nákvæm, en ekki getur munað öllu meira en svo scm 0,10 m til eða frá. Með öllu er óvíst um gildlcika stafsins. Ekki hefði síður mátt vænta stafs öllu sunnar eða í bcinu framhaldi af röðinni BSiI-IV til að bera sama brúnás og þeir stafir, enda er á þeim slóðum nóg grjót, sem gæti borið staf, en þó enginn steinn öðrum lík- legri og þessarar stoðar sjást engin mcrki. Frá BSiV austur að gafli eru 2,60 m og verður að gcra ráð fyrir staf á því bili og miðað víð aðstæður helst austur við gafl. Þar er líka steinn í frambrún sets, sem væri gott sæti fyrir innstaf, en hann er þó í lengsta lagi frá miðlínu, 0,78 m. Ef til vill er trúlegra að stafur hafi staðið á steini norðan við dyrakampshornið andspænis mjög eðlilegum stoðar- steini norðan dyra, þar sem hér á undan var gert ráð fyrir stafnum BNiVI. Hafi stafur staðið á þeim steininum, sem fyrr var talinn, verða málin fyrir staf þar merktan BSiVI þcssi: Fjarlægð frá BSiV 2,51 m eða frá þili 10,98 m, frá miðlínu 0,78 m, frá útvegg 1,37 m eða frá dyra- kampi 0,14 m. Hafi stafurinn hins vegar staðið á steini norðan dyra- kampsins vestast í dyragangi verða málin þcssi: Fjarlægð frá BSiV 2,89 m eða frá þili 11,31 m og frá miðlínu 0,55 m en aðeins 0,08 m norður frá kampinum. Svarar þessi síðari staða óneitanlega betur til BNiVI. Ljóst cr að staða og mál austustu innstafa í B er vafasöm. Þilið vestan við B stcfnir á útidyrakampinn 0,46 m austan við kamp- hornið, (en að norðan aðeins 0,06 m austan við kamphornið þar). Vestan við þilið að sunnan er ferstrendur stallur cða lægð í gólfið og aðcins þar virðist stafurinn BSÚO hafa staðið og þá hefur þilið fallið að austurhlið hans. Eftir stallinum að dæma hefði þvermál stafsins getað verið í mesta lagi 0,20 x 0,20 m. Fjarlægð hans frá miðlínu 2,30 m og frá suðurvegg 0,15 m. Nokkru getur skakkað á þessum málum. BSúI hefur staðið 1,68 m austan við þilið. Sá stafur hefur staðið í 0,30 m djúpri ferhyrndri þró, 0,20 x 0,20 m í þvermál og raðað steinum að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.