Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 25
KÚABÓT ( ÁLFTAVERI VI_______________________________________________57
norðurs en norðurveggur skálatóttar. Veggir voru hlaðnir úr hraun-
grjóti og var hæð þeirra frá lægsta gólfpunkti 0,75—0,8 m. NorðurgafJ
hafði hrunið, sem og nyrsti hluti vesturveggjar og því var mikið rof þar
í tóttinni.
Tóttin var full af hreinum sandi. Stoðasteinar voru fjórir við austur-
vegginn, en einungis greindust þrír að vestan. Leifar af stoðum voru
við veggi fram við timburþil, sem áður var nefnt. Þil þetta hefur verið
um 1 m inni í tóttinni og náði hellulögnin á hlaðinu inn að því. Gólfið
var flögótt og slitrótt, víða moldarkennt, sums staðar með kolamolum
en á öðrum stöðum voru í því kolaflekkir.
Við austurvegg var mjög greinilegur viðarkolaflekkur og líktist hann
sem þar hefðu getað verið kolabirgðir. Yfir gólfinu var rauðaskán og
sums staðar sandlag milli þcss og gólfsins. Hæð þess hefur verið heldur
minni cn t.d. utan við þilið og því vcrið gengið niður í húsið. Umtals-
vert var af gjörfúnum trjáviðarleifum í gólfinu, en að vestan lágu rafta-
brot.
Tvö grunn og ólögulcg sáför voru nálægt vcsturvegg einmitt þar sem
hrunið hafði úr hleðslunni. Virtist sem sáirnir hefðu verið fjarlægðir en
ofan í för þeirra fallið moldarkekkir.
K (kirkja)
Snemma varð þcss vart, að hellustétt teygði sig frá bæjardyrum (C)
og stefndi hún í suðausturátt. Var hún haganlega gerð úr stórum og
þykkum stcinum. Við frekari rannsókn kom í ljós, að stéttin teygði sig
í eðlilegum sveig að miðjum gafli tóttar, sem var á hlaði og sneri á ská
miðað við bæjarhús. Mun mega telja Iíklegt, að hér sé um kirkju- eða
bænhústótt að ræða, en alls engar leifar fundust um greftran á staðnum.
Verður tóttin hér á eftir nefnd kirkju- eða bænhústótt.
Tóttin var hlaðin úr grjóti á þrjá vegu, þ.e. norðan, austan og sunnan
megin. Reyndist norðurveggur nokkuð hruninn út yfir sig. Suður-
veggur stóð betur og bar með sér að hafa verið vandlega hlaðinn. Vest-
urgafl hefur að líkindum verið úr timbri, þótt ekkert verði sagt frekar
um gerð hans. Tóttin var að innanmáli tæplega 5,3 m á lengd og 3,2 m
á breidd. Veggjaþykktin var frá 1,5 og allt að 2 m. Hæð veggjanna var
kringum 1 m við þversnið sem teiknað er í aðalsniði norður-suður við
X= 33,50.
Tóttin var full af sandi. Pegar eftir voru 0,1-0,15 m niður á gólf varð
fyrir mjög hörð og þykk járnútfelling. Var hún lagskipt úr ryðskeljum
og fokmold og náði allt að 0,04 m á þykkt. Þegar niður á gólfið kom
reyndist það afar ógreinilegt og í því víða sandlög, spýtnarusl og högg-