Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 15
GÍSLI GESTSSON
KÚABÓT í ÁLFTAVERI III
F (Baðstofa)
Austur úr göngum (E) lá rangali frá aðalgöngum með sljórri S-
bcygju til austurs og norðausturs, samtals vcl 5 m langur, 1 m víður
vestast, en um 0,80 m austast. Fyrstu 1,5 m voru hlaðnir úr grjóti, cn
þá tók við torfhleðsla í suðurvegg og var hlaðið úr mýrarkökkum með
kvíahnausalagi og var þykkt svart öskulag í hverjum kckki. Hleðslan
var allþykk, víða tvær cða flciri kakkalcngdir. Mcðfram veggjum í
rangalanum voru stoðastcinar í gólfi með um 1,67 m bili, cn bilin þó
nokkuð mislöng. í hleðslunni liggja kekkirnir á hliðinni, snúa enda inn
í húsið og er grashlið, vegna þess að flái er á kökkunum, hvolft á botn
næsta kakkar.
Rangalinn opnast inn í allstórt hús, mcrkt F, byggt úr samskonar
kökkum og rangalinn þar sem séð verður. í þcssu húsi varð vart þriggja
gólflaga, gólf I efst, þá gólf II, sem er umræðuefni þessarar greinar og
neðar gólf III, sem enn hcfur ckki vcrið grafið upp. Norðurcndi hússins
hefur skemmst af vatnsrennsli og vantar þar bæði vcggi og hluta af
gólfum I og II. Torfveggirnir standa á steinhlcðslu og er yfirborð stein-
anna öllu lægra cn gólf II. Áður hefur verið þarna annað hús af sömu
eða líkri stærð og liggur gólf þess (gólf III) um 35 cm dýpra en aðal-
gólfið. Sé nú gert ráð fyrir að húsin hafi verið jafnstór eins og nokkrar
líkur eru til, kemur fram dágóð mynd af húsi F og gólfi II, þar eð
undirstöður norðurveggjar við gólf III eru óhaggaðar. Húsið er þá allt
að 5,80 m langt milli veggja frá norðri til suðurs, 3,50 m breitt syðst
og 3,80 m nyrst. Rangalinn opnast inn í húsið á miðjum vcsturvcgg
þess, og hvergi annars staðar sést votta fyrir dyrum á húsinu. I öllum
hornum hússins cru stoðasteinar; sitt hvorum megin dyra eru líka
stoðasteinar og cinnig á miðjum vcggjahlutum sunnan og norðan dyr-
anna. Við vesturvegg hafa því að öllum líkindum staðið 6 stafir og staf-
gólfin hafa verið frá 1,00 m til 1,30 m. Við austurvegg er þetta allt ó-
ljósara um aðra stafi en hornstafina. Má vera að eldstæði, sem þar er á
miðjum vegg, valdi nokkru um þessa óreglu. Ekki sjást merki eftir
stoðir við norður- nc suðurvegg. Eldstæðið cr í lögun sem aflöng fer-