Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 13
KÚABÓT í ÁLFTAVERI II________________________________________________45 lega í honum var eitthvað af grjóti og musli. Nokkrar járnleifar voru í farinu og á botni leifar af trégjörð, innan við hana voru aðrar trjáleifar, sem gætu hafa verið botn keraldsins. Þá er að segja frá klefanum, sem gekk út úr norðvesturhorni þessa húss. Hann var hringlaga og veggir hans hlaðnir úr grjóti. í gólfhæð búrsins var tréhringur eða gjörð, scm fyllti út í klcfann, og þröskuldur var í dyrum hans. I sáfarinu var sandur og nokkuð af Icir, cn stafir sás- ins voru afar fúnir og sumir þeirra cins og skæni. Þvermál klcfans var um 1,28 m. Niður á botn sásins voru 0,95 m og mátti heita að botninn væri hcill, þótt meyr og ósléttur væri. Virtist hann hafa lagað sig cftir ójöfnum undir og dældum eftir steina. Botninn var kringlóttur, 1,38 m í þvermál og aðeins úr þremur fjölum og var sú í miðið 0,47 m breið. Undir hafa líklega verið tvcir okar ncgldir með trcnöglum. E (göng) Inn af forstofu (C) lágu hellulögð göng, scin enduðu í grunnu skoti inni í bakvegg. Gengið hefur verið úr göngum til vinstri um stutt göng inn í lítið hús (G), scm líklega hefur verið salerni. En bcint á móti var leiðin til baðstofu (F), sjá nánari lýsingu þar. Þegar uppgröftur hófst var í gangatóttinni moldarlag cða rof og voru þakhellur í því, svo og sandur eða aska, en ekki varð vart við torf. Göngin voru rúmir sex metrar á lengd frá norðurvegg forstofu, þar sem timburgólfi hennar sleppti, og að skoti. Breidd við þverskurð G—H var 1,64 m og breikkuðu göngin hcldur er innar dró og var skotið innst um 1,9 m. Veggir voru hlaðnir úr grjóti og var hæð þcirra við áður- ncfndan þverskurð um 0,7 m. Hellulögn var í gólfi og undir hcnni lok- ræsi, sem hclt áfram út forstofu svo sem fyrr cr getið. Ræsið hafði sama svip innst og fremst. Var það 0,15 m brcitt í botninn en allt að 0,3 m efst. Dýptin var nokkuð óákveðin cn eigi minni cn 0,3 m. Gólfhæð í göngum var þannig að neðri brún hellnanna í hcllulögninni var í svip- aðri hæð og cfri brún timburgólfsins í forstofu (C). Stoðasteinar cða ummerki cftir stoðir voru á þrcmur stöðum í göng- unum vestan megin en einungis á einum stað að austan og var það nálægt þvcrskurði G-H. Allnokkur timburhrúga var innst í göngunum í sandlagi, sem var yfir gólfmu, og ofan á hcnni grjót. Samanstóð hrúgan af röftum og trjá- leifum og var það allt gjörfúið. Virtist sem því hcfði verið flcygt þarna og var ekkcrt hægt að lesa úr legu spýtnanna. Undir hrúgu þessari var svart kolagólf, miðlungi þykkt með mikilli ösku, þá kom moldarlag. Undir því voru steinar, hellur og talsverðar trjáleifar og virtist það

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.