Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 28
60_____________________________________Arbók fornleifafélagsins Önnur merki um uppsmíð voru steinar undan stöfum. Voru slíkir steinar í báðum austurhornum tóttarinnar og tveir aðrir stoðarsteinar voru litlu vestar. Ofan á stoðarsteininum í suðausturhorninu var athygl- isverður blágrýtisstcinn. Bar hann þess mcrki að á honum hefði verið hamrað járn. Þegar hann síðan var færður úr stað kom í ljós, á þeirri hlið sem niður vissi, hola, sem klöppuð var í steininn. Má telja líklegt að þetta hafi verið steðjaþró.7 Nú verður sagt frá verksummerkjum utan tóttar. Sunnan veggjar að utan var blanda af sandi og rofum scm lágu þannig, að verið gætu þakleifar sem velt hafi verið út af húsinu. Stctt lá frá bænum að kirkjutótt svo sem áður sagði. Náði hún lítið eitt inn í tóttina að vestan, cða að vesturgafii hússins. Stéttin tcygði sig norður með norðurkampi að vcstan en mjókkaði þar. Lá hún lítið eitt austur með veggnum, en ekki varð hún rakin langt austur, enda þar undir grjóthruni úr veggnum. Engin stétt var með suðurvcgg tóttar cn hún mjókkaði vestan við suðurkamp og breikkaði aftur um hclming þegar suður fyrir vcgginn kom. Þar teygði hún sig áfram til suðurs og náði alla leið að garði eða stalli, sem lá sunnan við kirkju samsíða henni. Vatnsrenna var syðst meðfram stéttinni. Áðurnefndur stallur var vel hnéhár, gcrður úr grjóti og torfi austan við mót stéttar en fyrir vcstan þau var hann gerður úr stóru grjóti, sem hvíldi á torfhleðslu. Þar hafði hleðslan eðlilega skriðið fram undan þunganum. Líklegt má telja að garður hafi verið hlaðinn ofan á stallinn og að það hafi verið eins konar kirkjugarður. Svo var einnig að sjá að þarna væri hluti af stalli eða hleðslu sem umlukt hafi allan bæjarhólinn, en á það verður lítillega drepið hér síðar. Hér að framan var sagt lítillega frá stétt að og við bænhústóttina. Meðfram allri húsaröðinni var stétt lík þeirri sem hefur verið lýst. Þó var hún ekki jafnrammgerð meðfram öllum húsunum. Yfir henni var vikurblandaður sandur eða aska með jökulleirflikrum, þar ofan á mold- arlag án mannvistarleifa. Gefur það vísbcndingu um að landið hafi gróið upp eftir hlaup það sem eyddi bænum, þótt það hafi síðar eyðst aftur. Ofan á moldarlaginu var hellulögn úr fremur þunnum hellum og virtust þær því frekar vera þakhellur. Meðfram skálavegg (B) var eins og með suðurvegg kirkju (K) blanda af sandi og rofum sem gátu verið þakleifar. Við prófskurð kom fram, að garður eða stallur virðist hafa umlukt hólinn, en víða var hann illa farinn eftir vatnselg. Ekki var ráðrúm til 7. Gísli kom steini þessum í Byggðasafnið að Skógum þar sem hann er varðveittur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.