Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Page 28
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Önnur mcrki um uppsmíð voru stcinar undan stöfum. Voru slíkir stcinar í báðum austurhornum tóttarinnar og tveir aðrir stoðarsteinar voru litlu vestar. Ofan á stoðarsteininum í suðausturhorninu var athygl- isverður blágrýtisstcinn. Bar hann þcss merki að á honum hefði verið hamrað járn. Þegar hann síðan var færður úr stað kom í ljós, á þeirri hlið sem niður vissi, hola, sem klöppuð var í steininn. Má telja líklegt að þetta hafi vcrið steðjaþró.7 Nú vcrður sagt frá verksummerkjum utan tóttar. Sunnan veggjar að utan var blanda af sandi og rofum scm lágu þannig, að verið gætu þakleifar sem vclt hafi verið út af húsinu. Stétt lá frá bænum að kirkjutótt svo sem áður sagði. Náði hún lítið eitt inn í tóttina að vestan, eða að vesturgafli hússins. Stcttin teygði sig norður mcð norðurkampi að vestan en mjókkaði þar. Lá hún lítið eitt austur með veggnum, en ekki varð hún rakin langt austur, enda þar undir grjóthruni úr veggnum. Engin stétt var með suðurvegg tóttar cn hún mjókkaði vestan við suðurkamp og breikkaði aftur um helming þegar suður fyrir vegginn kom. Þar tcygði hún sig áfram til suðurs og náði alla leið að garði eða stalli, sem lá sunnan við kirkju samsíða henni. Vatnsrenna var syðst mcðfram stéttinni. Áðurnefndur stallur var vel hnéhár, gerður úr grjóti og torfi austan við mót stéttar en fyrir vestan þau var hann gerður úr stóru grjóti, sem hvíldi á torfhleðslu. Þar hafði hleðslan eðlilega skriðið fram undan þunganum. Líklegt má tclja að garður hafi vcrið hlaðinn ofan á stallinn og að það hafi vcrið eins konar kirkjugarður. Svo var einnig að sjá að þarna væri hluti af stalli eða hleðslu sem umlukt hafi allan bæjarhólinn, en á það verður lítillega drepið hér síðar. Hér að framan var sagt lítillega frá stétt að og við bænhústóttina. Meðfram allri húsaröðinni var stétt lík þcirri sem hefur verið lýst. Þó var hún ekki jafnrammgerð mcðfram öllum húsunum. Yfir henni var vikurblandaður sandur eða aska með jökulleirflikrum, þar ofan á mold- arlag án mannvistarleifa. Gefur það vísbendingu um að landið hafi gróið upp eftir hlaup það sem eyddi bænum, þótt það hafi síðar eyðst aftur. Ofan á moldarlaginu var hellulögn úr frcmur þunnum hellum og virtust þær því frekar vera þakhcllur. Mcðfram skálavegg (B) var eins og með suðurvegg kirkju (K) blanda af sandi og rofum scm gátu verið þakleifar. Við prófskurð kom fram, að garður eða stallur virðist hafa umlukt hólinn, en víða var hann illa farinn eftir vatnselg. Ekki var ráðrúm til 7. Gísli kom stcini þessum í Byggðasafnið að Skógum þar scm hann cr varðveittur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.