Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 23
GUÐRÚN SVEINBJARNARDÓTTIR
KÚABÓT í ÁLFTAVERI V
i
Nyrst og vestast á rústasvæðinu er lítil, niðurgrafin rúst, sem vísar
u.þ.b. í austur-vestur. Hefur vesturendi hennar greinilega eyðst af vatns-
elgnum. Er rústin opin út til vesturs og var innanmál hennar 4 m. Hún
hefur þó verið lengri því leifar af suðurveggnum ná 2—3 m lengra til
vesturs. Þarna í jaðrinum fundust m.a. illa farin bein og trjáleifar.
Breidd tóttarinnar var 3,3-3,5 m. Hún var grafin inn í hólinn þannig,
að austurgaflinn var hæstur. Hann var varðveittur allt upp í 1,20 m
hæð. Veggirnir voru einföld hleðsla af stóru grjóti með torfi á milli og
lækkuðu til vesturs. Torflag var ofan á suðurveggnum.
Húsið var fullt af sandi, en þó sá móta fyrir útlínum þess af efstu
veggjasteinum fyrir uppgröft. Snið var gert þvert yfir rústina 1 m frá
vesturenda hennar. Sýnir það sandfyllinguna með moldar- og leir-
flögum í. Gólflagið var dökkbrún mold að meðaltali 8—10 cm þykkt. í
því fundust bein, kolamolar, trjá- og jurtaleifar. Yfir því voru tvö
aðskilin járnútfellingarlög, örþunn og hörð. Hafa þau sjálfsagt myndast
við vatnságanginn, er húsin urðu fyrir flóðinu. Mjög erfitt var að fylgja
gólflaginu og náði það ekki alveg upp að veggjum þar sem mikið var
af grjóti og jarðvegur gljúpur. Það sem þar kom upp bendir jafnvel til
þess að þarna hafi verið torf í gólfi. Um 0,2 m frá norðurveggnum
gætu lóðréttar trjáleifar í sniðinu bent til stoðarleifa.
Einu fundirnir í húsinu voru nokkur húsdýrabein og tennur, auk
viðarleifa.
Ógerningur er að segja til um notkun þessa húss með neinni vissu af
því sem í því fannst. Þó virðist það örugglega hafa verið einhvers konar
útihús.
Snið var gert í framhaldi af þversniðinu til suðurs, alveg að norðvest-
urhorni J, til þess að kanna gerð veggja. I því kemur fram að innri brún
veggja í báðum húsum er úr mold með torf að baki. Auk þess kom í
ljós einföld grjóthleðsla út úr horni húss J, sem gæti bent til eldri
byggðaleifa á staðnum.