Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 5
KÚABÖT í ÁLFTAVERI I________________________________________________37
lega hefur þangað verið hent hálfónýtum hlutum, scm svo hafa týnst
þar á gólfinu og út við veggi og sokkið í smærri úrgang, troðist niður
í botnsalla klefans. Ekki er að efa að vesturmörk klefans voru á móts
við vesturenda trésins með nótinni, þar eð þar skipti um útlit setsins,
yfirborð þess er miklu ósléttara vestan þeirra marka, en þó tókst ekki
að greina þar far eftir þil eða skilrúm á yfirborði þess.
Svo sem fram hefur komið hér á undan er þarna austast í frambrún
nyrðra sets 2,71 m langt tré með nót í efri brún og er negldur spýtu-
kubbur ofan í nótina á miðju tré. Ef til vill má hugsa sér að fyrir klef-
anum hafi vcrið cin cða tvær skothurðir, sem hafi runnið í nótinni og
stöðvast við kubbinn. Vegna fúa var þó ekki hægt að greina viðeigandi
slit í nótinni né önnur ummerki, svo sem t.d. neglingu þils, sem styddu
þessa tilgátu og skal því ekki lögð meiri áhersla á hana en efni standa
til. Hafi aðeins staðið þil í nótinni er ekki auðfundin skýring á tilvist
kubbsins.
Yfirborð nyrðra palls vestan þessa klefa og allt yfirborð syðra palls
var mjög hnökrótt, gert úr lítt troðnum rofum og víða stóðu steinar
upp úr því. Má tclja víst að yfir pöllunum báðum megin miðgólfsins
hafi vcrið timburþiljur, þess háttar sem venja er að ncfna set. Þau hljóta
að hafa verið a.m.k. 0,40 m hærri en gólfið framan við setbrúnirnar, en
ckkert bendir þó til að þau hafi vcrið hærri cn 0,50 m sem er eðlileg
sætishæð einmitt á þessu bili og auk þess er hæð bekkjanna í A einnig
innan þessara marka. Vel má vera að klefi hafi verið á syðra seti á móts
við klcfann í norðausturhorninu, en þá hefur áreiðanlega verið fjalagólf
í honum. Raunar skal tekið fram að ekki sáust nein ummerki eftir
þverþil á syðra seti né önnur einkenni þar, sem bentu til klefa á þessum
stað, nema ef telja skal að einmitt þar brcikkaði setið fram á gólfið
öldungis eins og nyrðra setið þar sem klcfinn virðist hafa verið.
Þó hér sé talið víst að fjalagólf hafi verið á báðum setunum verður að
viðurkcnna að hvergi fundust neinar leifar af gólfi þessu, en hins vegar
má telja líklegt að slíkar fjalir hafi verið fjarlægðar eftir að hlaupinu,
sem eyddi bæinn, linnti.
Það verður að telja eðlilcgt að sctin hafi einnig verið þiljuð að framan
á líkan hátt og bekkir og pallar í stofu og má auk þess líta svo á að tréð
með nótinni, „setstokkurinn", norðan við mjóa gólfið bendi til þess. Á
einum stað vestarlega í B sást nær lóðrétt rauf á milli rofa og sands og
mátti sjá að þar hafi fúnað og eyðst fjöl, 0,28 m breið og allt að 0,04
m á þykkt. Þetta var aðeins far eftir dálítinn bút, en þó er lengd hans
ckki kunn. Fjölin hefur staðið upp á rönd og gæti virst vera leifar af
framhlið setsins norðan gólfs. Hafi svo verið hefur framhlið þessi fallið