Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 8

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 8
8 að halda nu þegar út í stjórnarbaráttu, að málið væri enn ekki nægilega hugsað. Jeg vona að menn sjái, þegar vandlega er gáð að frumvarpinu á pinginu 1887, að enn er ekki fundið hið heppilegasta form. Frum- varpið er pannig, að pað er að mínu á- liti ekki til neins að vonast eptir staðfest- ingu á pví. Mæli jeg petta eigi af peirri ástæðu, að jeg sje svo hræddur við yfir- lýsing stjórnarinnar, að hún vilji enga stjórnarskrárhreytingu hafa, heldur af hinu, að jeg pykist sannfærður um, að enginn konungur í nokkru landi mundi skrifa undir slíkt frumvarp, sem petta er, pví að pað, sem petta frumvarp fer fram á, er í rauninni smaskeruð repúbliks eða lýðveldi með grímu, pví að öll völdin verða eptir pví í rauninni í höndum pingsins, sem á allt að vera samsett af fulltrúum, sem al- Pýðan kýs. J>ótt svo standi í frumvarpinu, að um- boðsvaldið sje hjá konungi, pá er pað í rauninni ekki svo, pví að landstjórinn heíir stjórnarskrárumboð til að beita pví öllu, og pó að svo standi, að löggjafarvaldið sje hjá alpingi og konungi eða landstjóra, pá er í rauninni hlutdeild konungs samasem engin, pví öll frumvörp pingsins, sem landstjórinn undirskrifar, eru lög, sem kon- ungur ekki getur fellt úr gildi aptur, og konungur getur naumast með neinu er- indisbrjeíi bundið hendur landstjóra pann- ig, að lög, sem hann staðfestir, ekki hafi fullt gildi. En pessi landstjóri, sem pann- ig kemur í konungs stað, er alveg háður ráðgjöfum sínum; hann getur ekkert gert án peirra, og pessir ráðgjafar eru aptur háðir meiri hluta pingsins, sem hefir í valdi sínu að stansa alla stjórn, pegar pingið ekki fær allan sinn vilja, með fjár- laganeitun, með pví að ekki má innkrefja skattana fyr en þingið hefir sampykkt fjárlögin, auk pess sem pað með harðýðg- islegum ráðgjafa-ábyrgðarlögum getur haft ráðgjafana gjörsamlega í hendi sjer, og hið einasta stjórnarverk, sem konungi er ætl- að, að skipa og afsetja landstjóra, getur ekki átt sjer stað, nema ráðgjafi, sem pannig er gjörháður hinu íslenzka pingi, sem einnig er dómari hans, undirskrifi með honum, og getur pingið eða kjósend- urnir pannig óbeinlínis ráðið skipun og afsetning landstjóra. pað, sem fram á er farið, er pannig í rauninni lýðveldi, og ekki annað, pótt pað sje með grímu. Jeg er að vísu fyrir mitt leyti engan veginn hræddur við orðið lýðveldi; en hitt er jeg viss um, að pað er ekki til neins að gjöra sjer von um, að konungurinn eða stjórnin undirskrifi slíkt fyrirkomulag. J>ó menn skoði alla veraldarsöguna frá upp- hafi til enda, pá verða menn að játa, að lýðveldi eru aldrei stofnuð með konungs undirskript, heldur hafa pjóðirnar reist pau gegn um blóð og baráttu, og hinn enski »parlamentarismus», sem svo opt er verið að »citera» í, er ekki lögleiddur af neinni stjórn, heldur framkominn af margra alda vexti og einkennilegri sjálfsmyndun í pjóðinni. Og pað er ekki von, að kon- ungar undirskrifi lýðveldi, pví pað væri sama sem að konungsvaldið drýgði sjálfs- morð. Mjer virðist pví auðsætt, að pað parf að finna annað frumvarp til endurskoð- aðrar stjórnarskrár, annan veg til að bæta gallana á stjórnarskránni, heldur en frum- varpið frá 1887. En til pess parf tíma; og eins og eg hefi sýnt fram á, er tím- inn, sem nú er, mjög óhentugur til að byrja baráttu. J>ess vegna álít jeg heppi- legt, að láta sjer 1 bráðina nægja með að halda málinu vakandi, með pví að senda ávarp, líkt og Hafnarfjarðarfundurinn fer fram á, annaðhvort beint hjeðan til kon- ungs, eða tií næsta alpingis, og gæti pá J>ingvallafundurinn skorað á alpingi að senda ávarp til konungs í pá átt, að stjórn- in legði fyrir pingið frumvarp, er sýndi, hvar pingið gæti mætt henni í kröfum sínum. Jeg tala ekki frekar um málið að svo J

x

Þingvallafundartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.