Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Qupperneq 9
9
stöddu, en skal síðar leyfa mjer að bera
upp tillögu Hafnarfjarðarfundarins, efhún
fær nokkurn byr hjá fundinum.
Skúli Thoroddsen: Isflrðingar vilja
eindregið halda fram stjórnarskrárbreyt-
ingunni í frumvarpsformi, í sömu stefnu og
hún liggur fyrir frá síðasta pingi. Jeg fyrir
mitt leyti er fastlega á móti ávarpsuppá-
stungunni, enda skil jeg ekkert í peim
hringlanda, sem hún er sprottin af. Hvað
vinnst með ávarpi? Hefur ekki allt kom-
ið frarn á móti pvi? Ávarp álít jeg alveg
pýðingarlaust. Hefir ekki pingið dekrað
við stjórnina ? Hvað liefir stjórnin gjört
fyrir oss? Ekkert. Hvað hefir hún gjört
til að hæta atvinnuvegi vora ? Ekkert.
Hún hefir ekkert gjört til að bæta verzl-
un vora, sem er í pví ólagi, að pað er
eitt-hvert hið mesta átumein vort. Stjórn-
in á alls ekki að vera prepskjöldur fyrir
framförum lands og pjóðar; en hvað hefir
húngjört? f>að var eigi nema eptiröðru,
að stjórnin neitaði frumvarpinu um bú-
setu fastra kaupmanna hjer. Allur fjöld-
inn af kaupmönnum hjer eru danskir, og
hinir fáu íslenzku kaupmenn eru meira
eða minna dansklundaðir og draga pví
taum Dana. þeir sjúga merginn úr land-
inu Dönum til hagsmuna. Álítur H. H.
eigi, að stjórniir ætti að ráða bót á pessu
ástandi, ætti fremur að gangast fyrir en
hindra verzlunarumbætur? Jeg get bent
á fieiri dæmi, par sem stjórnin er sá prep-
skjöldur i framfaramálum, sem vjer getum
eigi polað lengur. 1 öllum málum,semsnerta
hag beggja landanna,íslands og Danmerkur,
hallast metaskálin ætíð til annarar hliðar
Dönum í hag, og má einnig benda á mörg
dæmipví til sönnunar. Danir og Færeyingar
fylla hjer hvern fjörð, og stjórnin skiptir
sjer alls ekkert af pví.
Hvað fjárhaginn snertir, eru orð H. H.
mjög villandi. Landssjóður er að vísu eigi
vel staddur, en pað er að miklu leyti
komið af undangengnu harðæri. |>ar sem
H. H. talaði um póstávísanirnar, pá gleymdi
hann tillaginu úr ríkissjóði, og pví,
að mjög mikið af tekjum landssjóðs er
borgað með ávísunum inn í aðalfjárhirzl-
una, og mun pó muna um allt petta til
að jafna póstávísanahallann. Skoðun H. H.
er sú, að sníða skuli stjórnarskrárbreyt-
inguna eptir pví sem stjórnin vill; hann
hugsar sem svo: »Ef jeg vissi, að skerið
ljet-i undan, mundi jeg sigla á pað». Líti
II. H. til annara ríkja, t. d. Englands, og
gái að, hvort hann vill einnig par tala um
»maskeraða repúbliks; hann hefir haft
eitthvert leyni-»instrúx» við hlið sjer, sem
enginn framfara- og frelsisvinur mun binda
sig við.
Aðalmótbáran gegn stjórnarskrárbreyt-
ingunni er kostnaðurinn. Allir spyrja:
hvað verður úr okkur með hann? J>essari
mótbáru er alls ekki gegnandi, pví pað má
vera öllum ljóst, að stjórnarskrármálið er
einnig hið mesta fjárhagsmál vort, og
hverjum peningi, sem til pess er varið,
honum er vel varið. Hjer í dag höfum
vjer enn pá heyrt hina fátækustu ástæðu
gegn stjórnarskrárbreytingunni, að hinn
hent-ugi tími sje enn ekki kominn. En
hvað lengi eigum vjer að bíða hins hent-
uga tíma? Ástandið í Danmörku er oss
alveg óviðkomandi, pví vjer keppum ein-
göngu eptir að ráða vorum eigin málum.
Sú mótbára, að petta ónáði hans hátign
konunginn, er hlægileg, og mig furðar á,
að pessu skuli enn vera við barið, sem á
ráðgjafapinginu.
Arni Arnason: pjóðviljinn í Norður-
jjiingeyjarsýslu í stjórnarskrármálinu er sá,
að stjórnarskrárbreytingunni sje haldið á-
fram í frumvarpsformi, pangað til málið
hefir fengið ákjósanlegan enda fyrir pjóð-
ina. Af kjósenduin mínum var mjer falið
á hendur að flyfija hinum heiðraða |>ingvalla-
fundi áskorun um, að fylgja sem fastast
f'ram kröfum vorum um aliunlenda stjórn
í vorum sjerstöku málum.
pórður Guðmundsson: Jeg verð pví
miður að játa, að jeg mæli fyrir tvíveðr-
2