Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 18
18
misst meira fje en 20,000 kr , og látum
okkur alls eigi vaxa stjórnarskrármálið í
augum hvað aukaping snertir; slíkt væri
óheyrilegur aumingjaskapur. Yjer í Norð-
ur-Múlasýslu viljum skora á pingið, að
halda málinu til streytu.
Páll Pálsson (prestur); Yiðvíkjandi
ræðu hr. H. Hafsteins, að stjórnarskrár-
málið væri eigi aðaláhugamál manna, vil
jeg leyfa mjer að spyrja: er pað eigi aðal-
spursmálið fyrir menn, að fá pví fram-
gengt, sem peir sækjast fastast eptir ? Er
pað eigi aðalspursmál, að brúa 1‘jórsá
og ölvesá? og er pað eigi aðalspursmál,
að hrúa milli íslands og Danmerkur?
Hann hlýtur að sjá, að pað er pó full-
hugsað af pjóðinni með pví að senda
menn ár eptir ár á ping í mesta harðæri.
pað er kostnaður fyrir pjóðina að fá nei
á nei ofan; t. d. synjanir um lagaskóla
kosta eins mikið og lagaskóli væri kom-
inn á. Fyrir mitt leyti er jeg sannfærður
um, að ávarp er alveg gagnslaust, auk
pess sem pað er mjög hlægilegt. Jeg veit
eigi nein dæmi til, að nokkur stjórn hafi
getað neitað til lengdar eindregnum vilja
heillar pjóðar. Konungkjörnir verða eigi
til, pegar hin nvja stjórnarskrá er komin
á; pá segja peir fram, fram o. s. frv.
|>að er mesta böl vort, að pessir menn
skuli eigi geta verið með málinu; peir
hljóta pó að sjá, hve stjórnarskrárbreyt-
ingin er í sjálfu sjer sanngjörn. Að end-
ingu skal jeg lýsa pví yfir, að mjer pætti
heppilegast að setja 7 manna nefnd í
málið.
pórður Guðmundsson: |>að er eigi
rjett hjá h. meðfulltrúa mínum (H. Haf-
stein), að meiri hluti manna í Gullbringu-
og Kjósarsýslu sjeu á móti stjórnarskrár-
breytingunni. Að eins einn á kjörfund-
inum var á móti henni, og bar fyrir sig,
að hin æðri pekking í Alptaneshrepp væri
móti málinu; en nú hef jeg frjett hjer í
dag, að almennur vilji sje par, að málinu
sje haldið fast fram.
Guttormur Vigfússon: Eins og hinír
heiðruðu meðfulltrúar mínir úr Múlasýsl-
um hafa lýst yfir, vilja rnenn par almennt
fylgja fast fram stjórnarskrárhreytingunni.
jpessi fundur er torsóttur paðan, og mun
mörgum hafa dottið í hug, að pað væri
ei tilvinnandi að hreyfa sig, par sem peir
treystu pví, að piugmenn sínir mundu
fylgja fram endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar. Jeg var á mörgum undirbúningsfund-
um undir |>ingvallafundinn, og kom par
hvervetna fram eindreginn vilji um, að
málinu væri haldið áfram ping eptir ping,
og munu Austfirðingar ei verða á eptir
að leggja sitt fram til kostnaðarins. Jeg
vissi eigi til, að nokkur undirbúnings-
fundur undir seinasta alping væri haldinn
í Suður-Múlasýslu, en par mundu menn
hafa reynt að herða huga pingmannsins,
er reyndist svo deigur. Hversu eindreginn
vilji manna í Suður-Múlasýslu er í stjórn-
arskrármálinu lýsir sjer bezt af fundinum
á í>ingmúla í voi; par var málið tekið
fyrir og gengið til atkvæða um, hvort pví
skyldi fram haldið í frumvarps- eða á-
varpsformi Á fundinum mættu 33; 29
greiddu atkvæði með frumvarpsformi, 3
greiddu ekki atkvæði, en pingmaðurinn
okkar, sjera Lárus, fylgdi aleinn fram
ávarpsforini.
Hannes Hafstein: par sem jeg er sá
eini, sem hef hreyft mótmælum gegn pví,
sem virðist vera samhuga skoðun hinna
háttvirtu fundarmanna, kippi jeg mjer
ekki upp við, pótt nokkuð margir hafi
orðið til að beina orðum sínum að mjer.
J>að er einkum hinn háttvirti pingmaður
Eyfirðinga (B. Sv.), sem hefur reynt að
slá sig til riddara á mjer með öllum peim
mælskubrögðum og öllu pví orðaglamri,
sem hann ræður yfir. En jeg verð að
játa, að ræða hans hefur ekki fengið djúpt
á mig, og röksemdir hans hafa ekki veitt
mjer pung sár. Mælskan í honum er eins
og mýbitið hjerna úti; pessar ljettu flugur
sveima allt í kringum vitin á manni og