Þingvallafundartíðindi

Årgang
Eksemplar

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Side 28

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Side 28
28 lands, og þar sjerstaklega tekið fram, að engin breyting verði gjörð á stöðu hæsta- rjettar sem æðsta dóms í íslenzkum mál- um, án pess að hið almenna löggjafarvald ríkisins taki pátt í pví. Eptir stöðulög- unum er pví petta mál sameiginlegt, og til pess að fá dómsvald hæstarjettar í Khöfn í íslenzkum málum afnumið, verð- ur hæði alpingi og ríkispingið að sam- pykkja pað. petta mál verður pví að koma fyrir ríkispingið. Eptir peirri breytingu, sem gjörð var á stjórnarskrárfrv. 1887, liggur petta mál alveg fyrir utan stjórnarskrárfrv. Stjórn- arskrárfrv. heldur sjer alveg fyrir utan pað. J>etta mál getur pví engan veginn spillt fyrir stjórnarskrármálinu, heldur miklu fremur orðið óbeinlínis til að styðja pað og skýra, og skal jeg nú sýna fram á pað. Ein af aðalmótbárunum gegn stjórnar- skrárfrv. er, að pað ríði í bága við stöðu- lögin. Nú hefir ríkispingið sampykkt stöðulögin; ríkispingið er pví eitt bært um að skýra pau, og pað er mjög svo nauð- synlegt að fá að vita skoðun pess á stöðu- lögunum. En pað er ekkert mál til, sem er eins vel lagað og petta, sem hjer er nú til umræðu, til pess að fá ríkispingið til að ræða um, hvernig eigi að skilja stöðu- lögin, eða hvernig pað skilur pau. J>etta mál er einnig í sjálfu sjer ákaf- lega pýðingarmikið fyrir ísland. Meðan hæstirjettur í Khöfn dæmir í íslenzkum málum, er lagatextinn á dönsku og æðstu dómar í íslenzkum málum á dönsku. En hvar er pá rjettur íslenzkrar tungu ? Er hún pá lagamál Islands, stjórnarmál ís- lands, pjóðarmál Islands ? Nei, og aptur nei. Jeg hef nýlega birt sakamanni hæsta- rjettardóm. Hreppstjórinn, sem átti að birta dóminn, spurði mig, hvort hann væri skyldugur að kunna dönsku. Jeg sagði: »Neb. Hann kunni ekki dönsku og vildi fá pýðingu á dómnum. Nei, hann fjekk hana ekki. Nú stóð svo á, að jeg hafði hentugleika til að birta manninum dóm- inn, svo að jeg gerði pað, og birti honurn dóminn á—dönsku. Sakamaðurinn skildi ekki eitt einasta orð af pví, sem í dómn- um stóð, og pó að dómurinn hefði hljóð- að upp á líflát, pá hefði sakamaðurinn ekki vitað af pví, fyr en höfuðið hefði fokið af honum. (Hiátur). Hinir heiðruðu fundarmenn hlægja. fað er enginn gleðihlátur, heldur kuldahlátur yfir rjettarniðurtroðslu hinnar íslenzku, og yfir pví, hvernig pjóðerni vort og helgustu landsrjettindi bíða alveg óbætanlegt tjón við pað, að hafa æðsta dómsvald landsins í Danmörku. Sampegnar vorir í útlendu landi með ólíkri tungu, ólíkum lögum, ólíkum staðháttum, ólíkum venjum og háttsemi, hafa dómsvald yfir oss. Rjettur vorrar fornu feðratungu er brotinn, pví að allt verður að vera á dönsku, lögin verða að leggjast út á dönsku, sókn og vörn verða að leggjast út á dönsku, og öll málskjöl verða að snúast á dönsku. J>etta kunna peir að skilja; en venjuna, stað- hættina, sem ekki verða lögð út á dönsku, geta útlendingar aldrei skilið af sjálfum sjer, pví að skilningur á slíku verður, ef jeg má svo að orði kveða, að drekkast inn með móðurmjólkinni. Jeg hef einu sinni sjálfur haft pá æru, að gefa nafnfrægum málfærslumanni í Kaupmannahöfn skýring á íslenzkum fjármörkum; hvert barn áís- landi kannast við pessi mörk við orðin ein, en skýring á pessu fyrir útlendum manni er pað krappasta, sem jeg hef kom- izt í. En ætlast- menn til, að útlending- ar leggi sig að jafnaði svo í líma til að skilja íslenzk mál ? Menn geta eigi búizt við slíku; en er dómsvaldi voru pá vel borgið ? Enn fremur knýr afstaða landsins og fjarlægð frá Danmörku oss til að fá af- numið dómsvald hæstarjettar í íslenzkum málum. Málin eru opt mörg ár á leið- inni, pangað til pau eru útkljáð, og gefur

x

Þingvallafundartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.1888)
https://timarit.is/issue/160180

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.1888)

Handlinger: