Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 36

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 36
36' og pá er málið aptur lagt undir vilja kjós- endanna, sem með nýjum kosningum sýna, hversu peim er hugleikið að halda mál- inu áfram, og pá geta nýir menn komizt á ping. Framsögumaðnr (Skúli llioroddsen): Nefndin hefir ekkert á móti pví, að breyta orðunum »á hverju pingi» eða taka pau burt, ef orðið »framvegis» eða eitthvað pví um líkt stendur í henni. Jeg skildi ekki vel ræðu sjera St. M. J., að Húnvetningar sjeu með stjórnarskrár- breytingu, en vilji pó eigi missa 1. pingm., pótt hann vildi ekki verða með málinu framvegis. |>að er pó ekkert eðlilegra, en að pingmaður leggi niður pingmennsku, ef skoðanir hans verða öndverðar skoðun- um kjósendanna, og skil jeg ekki í, að nokkur skuli geta verið á móti pví. Jens Pálsson prestur: Hinir kosnu fundarmenn Kjósar- og Gullbringusýslu hafa ekki getað orðið samdóma í ræðum sínum um pað, hvort meiri hluti sýslubúa sinna væru sinnandi endurskoðun stjórn- arskrárinnar, og vildu fylgja henni fram, eður eigi. — J>órður Guðmundsson á Hálsi hefir talið meiri hlutann, sjerstaklega Kjós- arsýslu alla og svo Seltjarnarneshr., ein- dreginn með endurskoðun, en Hannes Haf- stein meiri hlutann móti henni, og móti pví að halda henni fram í frumvarpsformi. fað má pví af pessum umræðum virðast efasamt, hvorumegin meiri hlutinn sje. Jeg finn pví ástæðu til pess að skýra frá pví, hvernig jeg ætla að skoðanir manna standi af sjer í pessu kjördæmi í stjórnarbótarmálinu, að pvf leyti sem mjer er þaðkunnugt; en jafnframt skal jegjáta, að jeg er einkum kunnugur skoðunum manna í grennd við mig. Jeg ætla pað vera sannast sagt, að næsta margir í kjör- dæminu sinni lítt almennum landsmáium og fylgist alls ekki með peim, og pá eigi heldur með stjórnarskrármálinu, og hafa pessir enga skoðun á málinu, eru hvorki með nje móti. En jeg hygg, að pvílíkt eigi sjer stað um allan heim, að mikill fjöldi kjósenda fylgi ekki rækilega pjóð- málunum, og hafi eigi rökstudda skoðun um pau. En eins víst er pað, að meiri hluti, já nálega allir peir menn í premur hreppum Útskálaprestakalls, sem skyn bera á málið, af pví peir hafa fylgt pví og kynnt sjer pað, eru, að pví er jeg veit, peirrar skoð- unar, að stjórnarskrárendurskoðunar purfi með, og að stjórnarskrármálinu eigi að verða framgengt. Yegna pessa álít jeg, að sá hinna kjörnu fundarfulltrúa, er kvað meiri hluta kjördæmisins vera með stjórn- arskrárendurskoðun, hafa rjettara fyrir sjer. En ef pingmenn pessa kjördæmis eru eigi sömu skoðunar sem jeg, er óvíst að peir linni hjá sjer hvöt til pess, að skýra kjósendum sínum frá pví, hvort peir ætli framvegis að vera með málinu eða á móti pví. J>að væri pess vegna eigi ástæðu- laust, pótt fundurinn skoraði sjerstaklega á petta kjördæmi, að láta nú skorinort uppi, hvort meiri hluti kjósenda par er með málinu eða móti pví, pví að á pann hátt gæti aukatillaga nefndarinnar haft meiri áhrif í pví kjördæmi en elia. Pjetur Jónsson kvaðst telja aukatillög- una mjög nauðsynlega. I fyrra sögðu minni hluta menn, að hik væri í kjós- endum sínum, og pví væru peir á móti. J>etta vil jeg eigi bera brigður á, og ein- mitt pess vegna tel líklegt, að peir verði með nú, pegar peir sjá að kjósendur peirra vilja halda málinu hikiaust áfram, en ef ástæður peirra hafa verið af yfirvarpi og peir eru snúnir alveg á móti, pá eiga pessir pingmenn að leggja niður umboð sitt; pá geta peir sannfærzt um, hvað kjósendur peirra vilja. fiórður Ouðmundsson kvaðst vera alveg samdóma síra Jens Pálssyni, og sjer fyndist mjög nauðsynlegt að sampykkja aukatil- löguna. Júngmenn Kjósar- og Gullbringu- sýslu hafa brugðizt vonum kjósenda sinna,

x

Þingvallafundartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.