Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 37

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 37
ST cn ef peir fá áskorun frá fingvallafundi, eins og bjer er um að ræða, tel jeg mjög líklegt, að peir annaðhvort láti að óskum lrjósenda sinna, og verði með, eða að peir leggi niður umboð sitt. Jakób Ouðmundsson alpm.: Af pví að konungkjörnu pingmennirnir báru fyrir sig pá ástæðu í stjórnarskrármálinu, að pað væri ekki vilji pjóðarinnar að breyta stjórn- arskránni, pá vil jeg láta pessa áskorun einnig ná til hinna konungkjörnu. Benedikt Sveinsson alpm. kvaðst ekki telja pað rjett, að sampykkja áskorun til binna konungkjörnu um að leggja niður pingmennsku, pví að pað mundi verða skoðað eins og hálfgjörður barnaskapur; en aptur á móti var bann mjög með- mæltur aukatillögunni, eins og hún var frá nefndinni. Jón Einarsson kvaðst telja óvíst, hvort hann hefði heimild til að sampykkja auka- tillöguna. Páll Pálsson prestur sagðist sjá hjer fulltrúa frá hverju kjördæmi, og pví sæi hann ekki betur en að fulltrúarnir hefðu fulla heimild til að sampykkja aukatil- löguna. Sig. Stefánsson kvaðst hafa skilið penn- an fund svo, að hjer væru fulltrúar allra kjósenda á landinu, og pví fyndist hon- um undarlegt, að fulltrúar skyldu hika við að sampykkja aukatillöguna, pví að pað miðar til að flýta fyrir framgangi stjórnarskrármálsins, sem er áhugamál peirra. Hann kvaðst jafnvel telja pað heinlínis skyldu pingmanna að leggja nið- ur umboð sitt, ef peir geta ekki verið fylgjandi vilja kjósenda sinna. Fundarstjóri (B. J.) kvað hætt við, að minni hluta menn mundu síður telja sjer skylt að gefa gaum slíkri áskorun frá pingvallafundi, heldur en ef hún kæmi frá kjósendum peirra hvers fyrir sig. Hann vildi pví stinga upp á, að aukatillagan væri paunig orðuð: »Fundurinn lýsir pví yfir, að hann á- lítur æskilegt, að kjördæmi peirra ping- manna, er eigi fylgdu fram stjórnarskrár- endurskoðuninni á síðasta pingi, skori á pá að leggja niður pingmennsku sína, nema peir lofi pví skýlaust, að halda eptirleiðis hiklaust fram stjórnarskrárendurskoðuninni í frumvarpsformi, í pá stefnu, sem farið er fram á í aðalályktuninni í pessu máli». Af pannig lagaðri yfirlýsingu sæist greinilega skoðun og vilji pingvallafundar- ins, og pá kæmi áskorunin sjálf úr rjett- um stað, frá kjósendum hvers pingmanns fyrir sig. Skúli Tlioroddsen: Mjer finnst ræð- urnar hera vott um hreppa-»pólitík». Hver pingmaður er pingmaður fyrir allt landið, en ekki að eins fyrir sitt kjördæmi, og pví hefir pessi fundur fullkominn rjett til að koma fram með pessa tillögu. Jón Einarsson: Jeg er ekki sannfærð- ur af umræðunum enn, og er alveg á móti aukatillögu nefndarinnar, en með uppástungu fundarstjóra. pað tilheyrir kjósendunum að koma með svofellda á- skorun. Jón Jónsson prófastur: Mjer finnst pað bæði rangt og skaðlegf, að álíta, að enginn megi tala til pingmanna nema peirra eigin kjósendur. Mjer finnst jeg hafa hæði rjett og skyldu til að láta mig varða framkomu allra pingmanna í öllum landsmálum. Arnór Árnason: Enginn hefur gefið pingmönnum valdið nema peirra eigin kjósendur, og pví eru pað peir, sem eiga að skora á pingmennina að leggja niður umboð sitt, en ekki vjer. Fundarstjóri kvað sjer vera fullkunnugt, að hver pingmaður væri pingmaður alls landsins, og ekki einungis síns kjördæmis. En samt sein áður hefðu kjósendur 1 kjördæmi hans langhelzt húsbónda- rjett yfir honum, par sem meðal annars pingmaðurinn ætti endurkosningu eingöngu undir peim og ekki öðrum. |>ess vegna væri langrjettast og líka ef-

x

Þingvallafundartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.