Fylkir - 01.08.1916, Side 7
FYLKIR.
7
fyrir 30—60 þúsund árum, nl. síðan á seinni ísöldinni; eins kunnu
þeir að veiða dýr og smíða sér ýms vopn og verjur. Full 100—200
þúsund ár halda fornfræðingarnir séu liðin síðan fyrstu menn skyldu
sig frá öpunum og öðrum dýrum og fóru sjálfir að sigra þau og
heimsöflin með hugviti sínu og hagleik, og um leið að tryggja sér
heill og frið með því að setja sér lög og reglur, sem þeir sjálfir og
eftirkomandi kynslóðir skyldu hlýða, og einnig að gera sér grein fyrir
því, hvaða lögum himininn og lífið hér á jörð væru bundin og hverju
menn skyldu trúa.
Á þessum óra-tíma, 100—200 þúsund árutn, það er 1000 til 2000
öldum, sem þó er ekki nema Vio til V20 af æfi jarð-lífsins, hefur mann-
kynið næstum látlaust og sleitulaust strítt fyrir því að auka þekking
sína, bæta ástand sitt og efnahag og um leið að leysa ráðgátur lífsins,
hugarins og heimsins. Þeir sem furða sig á þessum háu tölum, sem
virðast ekki samrýmanlegar við það tímatal, sem biblían og fróðir menn
gefa stundum frá sköpun heimsins, geta, ef þeir vilja, fengið frekari
upplýsingar um aldur mannkynsins og framsókn þess, í ýmsum alfræði-
bókum og fornfræðum (Arkeológi) og mannfræðum eftir merka sér-
fræðinga í þeim vísindagreinum, svo sem þá Meyer, Lenormant,
Borda, Quatrefage og fleiri, er segja frá þeim menjum er fundist hafa
og sem enn finnast í ýmsum löndum Norðurálfu, Asíu, Afríku og
Ameríku, nl. menjar smíðisgripa, beinagrinda, dysja, rústa, húsa og
borga, er sýna hvernig mannkynið hefur lifað á bernskuárum sínum,
og hvernig ýmsir kynbálkar þess hafa starfað og strítt fyrir tilveru sinni
og íramför, frá ómunatíð, þar til söguöldin byrjar.
Ofurlítið yfirlit yfir skoðanir og ályktanir nokkurra hinna helztu
sannleiksleitandi merkismanna heimsins, sem hafa látið eftir sig rit eða
gert markverðar uppgötvanir, samið vitur lög eða stjórnað þjóðum og
kynbálkum af miklum dugnaði og forsjá, held eg verði ekki alveg óvel-
komið né algeriega óþarft fyrir þá, sem ekki hafa ráð né efni á að
útvega sér rit og bækur merkustu vísindamanna og sagnfræðinga, svo
sem þeirra Herders, Buckles, Bailly o. fl., né heldur tíma til að lesa þær.