Fylkir - 01.08.1916, Síða 16
16
FYLKIR.
allur þorri fólksins, ef ekki »lærðu« mennirnir, höfðu á mér sem reikn-
ingsfróðum manni og raffræðingi, færum að sýna og sanna, í það
minsta reikningslega, og með tilvísunum til trúverðra bóka og verk-
fræða rita og fréttablaða erlendis og hér á Akureyri, hvort rafur-
magnið gœti keppt við kol og gas til hitunar hér á íslandi og sér-
staklega hér á Akureyri, og svo hvar bœrinn gæti auðveldast fengið
aflið, og hve mikið aflstöðin mundi kosta, ef allur útbúnaður vœri
með vanaverði.
Heldra fólk Akureyrar hélt sig fjærri fyrirlestrum mínum; hugsaði
víst sem svo, að úr því þeir, Jón Þorláksson, landsverkfræðingur, og
Guðmundur Hlíðdal, lærður rafurmagnsfræðingur, hefðu báðir ritað,
(sá fyrnefndi í »Lögréttu« fyrir 2'/2 ári, G. Hlíðdal í Búnaðarritinu í
fyrra) að rafmagnið mundi óvíða hér á landi geta fullnægt þörfum
manna til upphitunar íveruhúsa, nefnilega, orðið nálægt því eins ó-
dýrt og ofnkol, svo væri þýðingarlaust og gagnslaust að ræða um
það framar,— herra Jón Rorláksson, landsverkfræðingur, »stórgáfaður
maður,« sem tekið hafði hæstu einkunn í reikningi við Kaupmanna-
hafnar háskólann, útlærður verkfræðingur (í öllum greinum?) og yfirverk-
fræðingur hér á íslandi, með 3—4 þúsund króna laun um árið, mundi
ekki hafa fleygt frá sér vit-litlum og villandi reikningum um svo
lítið atriði sem það, hvort rafmagnið gæti keppt við kol og gas sem
hita-lind eða ekki; og herra Guðmundur Hlíðdal, »útlærður« raffræðingu
frá tekniska skólanum í Mitweiten, þar sem hann hafði fengið silfur-
medalfu og ágætis einkunn í reikningi, og sem var yfirverkfræðingur
við bygging rafstöðvarinnar á Seyðisfirði, og hefur síðan verið settur
leiðbeinandi verkfræðingur í því, sem rafiðju snertir, undir umsjá
yfirverkfræðings, Jóns Porlákssonar, maður mjög skýr og gætinn,
mundi líka vita hvað hann segði þegar hann ritaði, að þrátt fyrir hina
miklu þörf, sem væri á að hita hús hér á landi, þá mundi þó óviða
verða unt að koma nægilegri rafmagnshitun á. Sbr. grein hans »Um
rafveitu á sveitabæjum« í Búnaðarritinu 29. árg. 3. hefti, bls. 169.
En verkamenn og vinnufólk þessa bæjar og bændurnir, sem þá