Fylkir - 01.08.1916, Síða 17
FYLKIR.
17
voru hér utan úr sveitum á kaupfélags og sýslunefndarfundum, skemtu
sér heldur við að sjá Tante Charles leikna í Goodtemplarahúsinu, eða
þá við spil og víndrykkju eða við dansa og hljómleika, því að hvar-
vetna hljómaði söngur, eða þeir gengu á »klúbbana« og ræddu þar um
landsmál og sveitamál, eða reyndu málsnild sína á að segja sögur,
sem þeir höfðu numið á fyrirlestrum, sem hér hafa verið haldnir, sög-
ur úr »heimi andanna« jafntog þessum heimi, frá »tvíförum« og fylgjum
og svipum og »fyrirbrigðum« og sálum á nærskyrtunni, endurfæðingu
frelsarans og holdgun hugarins og annað þvílíkt, um sálir lifenda, sem
brigðu sér úr ham sínum að vild, bara festar á örfínum þræði við hann,
og færu svo langar leiðir og gerðu sig áþreifanlegar í hundrað mílna
fjarlægð, gengu á vog og vægju 60 pund, en hamurinn léttist jafn-
mikið, líkt og prófessor Haraldur Níelsson sagði hér í fyrra á fyrir-
lestri, eða þeir reyndu mátt hugsana sinna með því að fá aðra á sitt
mál, eða til að hugsa um sig, eða með því að senda kærum vini
sínum hugskeyti, með því að einblína á hann eða horfa í áttina til
hans og standa svo á öndinni og..............— Petta og því um líkt
fanst öllum þorra Akureyrarbúa svo miklu uppbyggilegra' en að heyra
nokkuð, sem eg kynni að segja um rafmagn og afnot þess hér á Ak-
ureyri og norðan lands. Peir gátu ekki verið að setja sig inn í,
hvað þær væru þessar hitaeiningar, né hve mikið eitt hestafl eða eitt
kilówatt væri; það var of torskilið fyrir þá; en þeir vissu alt um eilífð-
ina, endurfæðinguna, holdgun hugsananna, »lífið eftir dauðann* og
upprisuna, og hvernig dauðir menn geta matast, — þó ekki dauðiflin.
Yfirleitt tóku menn lítt í það, að neitt væri reynt á þessu ári til
að undirbúa rafmagnshitun hér í bæ, og sumir voru svo hreinlyndir
að segja mér, að menn héldu mig vera hálf-geggjaðan, að vera að tala
um það nú, eftir að þeir Rorkell kennari Rorkelsson, Guðm. Hlíðdal
og Jón Þorláksson hefðu ritað um málið og öllum komið saman um
að upphitun íveruhúsa með rafmagni gæti "því aðeins komið til greina
hér á landi, að rafaflið seldist »afar-ódýrt«, kostaði helzt ekki nema fyrn-
ing af einhverri ekki mjög mikilli fjárupphæð, sbr. ritg. J. Þorl. í